Kosningarnar í Reykjavík

Sigur eða ósigur – þetta er einfaldlega niðurstaða sem þarf að skoða með margt í huga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er að vinna við gríðarlega erfiðar aðstæður. Hrunið/kreppan er langmest á Suðvesturhorninu og þar er líka mesta og almennasta reiðin. Úrslit Samfylkingar voru ekki eins og ég hefði viljað sjá þau, en miðað við fárið í þessari kosningabaráttu, nokkuð viðunandi. Fólk hlustar ekki svo vel á rök eða stefnur þessa dagana. Það er að hefna og ná sér niður og það var gert.
Sjálfstæðisflokkurinn sem var búinn að sópa vel við framdyrnar og fægja gluggana, talandi um sigur/fegrunarverðlaun þá er niðurstaðan ótrúlega góð. Margir trúðu blekkingunni í bullinu og voru fegnir að fárið í kring um meirihlutana var á enda.
Hanna Birna lofaði líka að hækka ekki skattana á hátekjufólkinu og máttu smælingjarnir njóta góðs af.
Í hinu lagskipta samfélagi Reykjavíkurborgar eru mörg skuggasund og skúmaskot að sögn séra Bjarna Karlssonar 5. manns á lista Samfylkingarinnar.
Á þann mann vil ég hlusta í stað klisjufarsa frá Hönnu Birnu. Það varð að koma í veg fyrir að menn eins og Bjarni Karlsson kæmist í borgarstjórn. Jón Gnarr er djók og Hanna Birna stendur með djókinu. Hún sér von fyrir sig í djókinu.

Hvort Jón Gnarr bítur á það agn eða vill vinna með Degi B í rökfræðilegum stefnumálum. Þá væri Bjarni Karlsson með í bakliðinu og mundi aðstoðað við að ættleiða róna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi skrif einkennast af einhverri ótrúlegri afneitun og/eða viljaleysi til að horfast í augu við staðreyndir.

Samfylkingin beið *afhroð* í þessum kosningum, sérstaklega í borginni. Fylgið í sögulegu lágmarki. Að halda því fram að það sé "viðunandi" og ætla sér síðan að afskrifa kröfu þjóðarinnar um endurnýjun með frasanum „Fólk hlustar ekki á rök þessa dagana“ og ætla sér síðan að halda áfram á óbreyttri leið … það yrði líklegast banabiti Samfylkingarinnar.

Ég held að Samfylkingin eigi nú einmitt allt sitt undir því að fólk hætti að hugsa eins og þú. Þjóðin var að fella áfellisdóm yfir öllum stóru stjórnmálaflokkunum fjóru - í raun að hafna þeim - og að skrifa eitthvað í líkingu við "Þjóðin er reið og vil hefna sín, en höldum samt ótrauð áfram" ... þessi skrif eru flokknum ekki til framdráttar.

Í stað þess að hugsa líkt og þú þá verður fylkingin að rífa sig á hnakkadrambinu upp úr hjólförum pólitísks skotgrafahernaðar og skítkasts.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hilmar Ólafsson.
Auðvitað veit ég að Samfylkingin beið afhroð í Reykjavík og það er að mínu áliti afar slæmur kostur fyrir íbúana þar. Miðað við aðstæður finnst mér þó að niðurstaðan sé vel viðunandi og enginn ósigur. Heldur vil ég kalla þetta vissan varnarsigur í furðulegri kosningabaráttu.

Við í Samfylkingunni verðum auðvitað að skoða málið ofan í kjölinn og ég vil benda á að Jóhanna Sigurðardóttir virðist ein formanna fjórflokksins skynja hvað þarna er raunverulega á ferð. Það er að fólk óskar breytinga í vinnubrögðum stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Þeir fjórir flokkar sem hér hafa starfað undanfarna áratugi (mis marga þó) séu á miklum tímamótum núna.

Breytingar á stjórnarskrá og kosningalögum ásamt því að auka íbúalýðræði, bæði á sveitarstjórnarstiginu og á landsvísu, munu eflaust svara hluta krafna almennings. Samfylkingarfólk er mjög meðvitað um alla þessa þætti og mun leggja sitt af mörkum svo þeir nái fram að ganga.

En meira þarf til og með fundahöldum líkum þeim sem haldnir hafa verið með hópavinnu, má eflaust fá fram enn frekari óskir um breytingar fá almenningi í landinu.

Ég stend við þá skoðun mína að vissa rökhugsun vanti í niðurstöðu kosninganna og að kjósendur hafi ekki hugsað í rökrænum lausnum, heldur með hefnd og refsingar í huga. Slíkt getur hefnt sín, en þarf ekki að gera það.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.5.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

218 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband