26.5.2010 | 22:50
Hin forritaða brúða Íhaldsins í Reykjavík
Sjálfstæðisflokknum hefur verið strítt á því hve nafn hans og merki er lítt sýnilegt í kosningabaráttunni í Reykjavík en andlit borgarstjórans þeim mun meira áberandi. En þessi gagnrýni er e.t.v. á misskilningi byggð því Hanna Birna Kristjánsdóttir er á vissan hátt holdgervingur Sjálfstæðisflokksins allt frá upphafi samfelldrar valdatíðar Davíðs Oddssonar við landsstjórnina fyrir tveimur áratugum.
Hanna Birna hefur þá sérstöðu sem stjórnmálamaður að vera sköpunarverk flokksvélar allt frá upphafi og hefur aldrei á lífsleiðinni gegnt öðrum störfum en pólitískum í skjóli flokks síns. Eins og lög gera ráð fyrir lá leiðin í Vöku í Háskólanum og þaðan í SUS. Strax eftir útskrift tók við starf fyrir þingnefnd og svo inn í ráðuneyti.
Þá tók við starf fyrir þingflokkinn og loks löng þjálfun í Valhöll sem aðstoðarframkvæmdastjóri undir handleiðslu Kjartans Gunnarssonar, bankaráðsmanns í Landsbankanum og hægri hönd formanns flokksins til margra ára.
Og nú stendur hún eins og forrituð brúða og þylur upp klisjur Íhaldsins sem eiga að ganga í hinn almenna kjósanda í Reykjavík. Það er sama hvort hún er í auglýsingum, viðtali eða kappræðu - alltaf er það sama rullan sem hún hefur svo vandlega verið mötuð á og þjálfuð í að flytja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2010 kl. 17:14 | Facebook
Um bloggið
218 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vesalings konan (dúkkan) Þarna er líklega ástæðan komin fyrir því að, hún gefur ekki upp múturnar sem hún fékk, eða frá hverjum. En hvað um það, mér finnst hún samt smá sexý, væri flott á súlu!
Robert (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 00:32
Hvað hefur Sjálfstæðiflokkurinn gert fyrir Reykvíkinga. Ekki NEITT!!! Það á að útrýma þessum flokki. Að mínu mati. Hugar ekki um aldraða og öryrkja t.d.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.