Hvað er best að kjósa í Reykjavík

Reykvíkingar þurfa að gera Íhaldinu frí og það langt frí. Jafnaðarmenn er það stjórnmálaafl sem mun reynast  best og verða þeim og okkur öllum landsmönnum til mestra heilla.
Hrunið er langmest í Reykjavík og nágrenni enda hefur það svæði, að undanskildum Hafnarfirði verið sterkasta vígi Íhaldsins í áratugi. Þar var búið að spenna bogann hæst og því var fallið mest.
Frjálshyggjan náði mestu flugi á SV-horninu og þar lágu flækjur fjármálanna, sukkið og svínaríið blómstraði mest á því svæði.
Nú situr almenningur í súpunni, ekki síst á Höfuðborgarsvæðinu, og enn eru einhverjir tilbúnir til að kjósa Íhaldið, að kjósa höfunda flækjufjármála, bónusa, undanskota og alls þessa sem kostað hefur samfélagið okkar svo gríðarlegar fjárhæðir.

Áróðursfólk Íhaldsins reynir stöðugt að benda á þann tíma sem við í Samfylkingin vorum með í djamminu.
Vissulega vorum við með stutta stund, en við sáum að okkur, hættum samstarfi og viðurkenndum okkar mistök. Stefna okkar nú byggist líka öll á því að snúa ef leið frjálshyggjunnar og til jöfnuður. Jöfnuður sem þessa þjóð vantar svo sárlega og hefur þráð að vera í svo lengi. Að allir geti haft það gott og fólki sé ekki haldið í endalausum fátæktargildrum, svo þeir ríku verði enn ríkari.

Áróðursfólk Íhaldsins er ekki að biðjast afsökunar og tala um nýja stefnu flokksins, nei það er að sverta okkur í Samfylkingunni - við djömmuðum  með þeim um stund - þau djömmuðu lengi lengi og ætla enn að djamma. Ólöf Norðdal talar um að skýrslan muni þvælast fyrir einhvern tíma, hún er á leið í brúna á Íhaldsskútunni. Þar á að sigla áfram á sömu miðin, í vasa almennings, þar er alltaf veiði og það veit Íhaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki get ég nú tekið undir með þér að jafnaðarmenn séu það stjórnmálaafl sem mun reynast best. Í stöðunni eins og hún er væri gott fyrir borgarbúa að fá hvíld frá fjórflokknum.

Ég sem Reykvíkingur tel að eins og er að atkvæði mínu sé best varið hjá Besta flokknum, ég held að það sé meira spunnið í þann flokk en menn átta sig á.

Margrét (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 16:42

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tek það alvarlega að nota atkvæðið mitt og mundi aldrei greiða grínframboði atkvæði mitt. Það hefur ekkert með það fólk að gera sem er á lista Besta flokksins á nokkurn hátt. Þið sem berið ekki meiri virðingu fyrir lýðræðinu en þetta - votta ég samúð. Þið fáið þá stjórn sem þið eigið skilið, en munið að það skiptir máli fyrir landið allt, hverjir stjórna í RVÍK.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.5.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband