24.5.2010 | 17:16
Siðferði - samkeppni
Siðferði er mikið til umræðu nú um stundir og ekki að ástæðulausu. Eftir því sem meira er skoðað af því sem talið er að raunverulega hafi gerst í aðdraganda hrunsins og þá er ég að tala um á hrunið heimsvísu, verða málin ljótari. Meira og meira kemur í ljós af atburðum/verknaði sem fór fram í nafni frelsis en voru svo laus við allt sem kallast siðferði. Hvernig má það vera að venjulegt fólk breytist í skrímsli sem engu eira þegar peningar koma við sögu. Getur verið að hér sé um að ræða sjúkdóm eða fíkn sem getur farið út algjört stjórnleysi.
Eitthvað er að og það mikið. Hægri öfgamönnum í Bandaríkjunum finnst aldrei nógu hart gengið fram í því sem þeir kalla frelsi en ég vil kalla óstjórn. Krafan um samkeppni er tilkomin vegna ótta við skort, ótta við að ekki sé nóg til fyrir alla. Á þessu er alið í tíma og ótíma og allt er lagt undir að virk samkeppni sé til staðar. Hvaða heiti og hugsun á að koma í stað samkeppninnar og ekki viljum við einokun. Nú væri gaman að fá svör og vangaveltur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
169 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.