21.5.2010 | 17:07
Aðhald stóraukið á fjármálamörkuðum - gott mál
Vissulega góðar fréttir að tekist hafi að ná fram hertum reglum um skuldavafningana Vestra og Vogunarsjóðina í Evrópu. Þetta er auðvitað einföldun að kenni aðgerðir við vogun og vafninga, en voru það ekki stórir þættir í hruninu og fjármagnsflutningunum. Hrunið varð vegna þess að fé skipti um hendur á hinum svokallaða "frjálsa markaði" með litlum hömlum.
Nú er verið að setja upp vissar girðingar til að hemja verstu "túnrollurnar" sem hafa stungið sér inn á hvaða tún sem er og spillt uppskeru. Verið er að koma böndum yfir ljótasta braskið, án þess að hefta eðlileg viðskipti. Batnandi bröskurum er best að lifa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
169 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara allt á hverfanda hveli hérna Fríða. Það á að skera niður um 30-40 miljarða í ár og svo 100 miljarða á næstu 3 árum. Þetta lofar ekki góðu.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:27
Það segir þú satt, en ég held þó að stofnanaflækur ríkisins kosti okkur alltof mikið. Þá er ég ekki að tala um grunnþjónustuna, heldur of marga aðila sem er í raun að vasast í því sama. Góða Hvítasunnuhelgi Valgeir minn
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.5.2010 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.