Aðhald stóraukið á fjármálamörkuðum - gott mál

Vissulega góðar fréttir að tekist hafi að ná fram hertum reglum um skuldavafningana Vestra og Vogunarsjóðina í Evrópu. Þetta er auðvitað einföldun að kenni aðgerðir við vogun og vafninga, en voru það ekki stórir þættir í hruninu og fjármagnsflutningunum. Hrunið varð vegna þess að fé skipti um hendur á hinum svokallaða "frjálsa markaði" með litlum hömlum.

Nú er verið að setja upp vissar girðingar til að hemja verstu "túnrollurnar" sem hafa stungið sér inn á hvaða tún sem er og spillt uppskeru. Verið er að koma böndum yfir ljótasta braskið, án þess að hefta eðlileg viðskipti. Batnandi bröskurum er best að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara allt á hverfanda hveli hérna Fríða. Það á að skera niður um 30-40 miljarða í ár og svo 100 miljarða á næstu 3 árum. Þetta lofar ekki góðu.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það segir þú satt, en ég held þó að stofnanaflækur ríkisins kosti okkur alltof mikið. Þá er ég ekki að tala um grunnþjónustuna, heldur of marga aðila sem er í raun að vasast í því sama. Góða Hvítasunnuhelgi Valgeir minn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.5.2010 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

169 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband