20.5.2010 | 01:18
Hálfann milljarð í bónus - úppsss
Þetta hlýtur að vera heljarmenni til vinnu, nokkur hundruð ára gamall og svo hefur hann ekki sofið dúr síðan um þar síðustu aldamót. Ef við gefum okkur að maðurinn hafi 250 þúsund í mánaðarlaun, þá jafngildir þetta 1660 ársverkum. Samkvæmt frétt á vísi á þessi krafa að fara fyrir dóm. Ég eignaðist 4 börn á 10 árum og ef ég vildi krefjast launa fyrir það að koma 4 íslendingum til manns og meta mig á sama launataxta og lagður er til grundvallar varðandi ársverkin, þá væri krafan á núvirði kr. 78.000.000. Það er 250 þúsund á mánuði í 26 ár eða þar til það yngsta var 16 ára. Er einhver lögmaður tilbúinn til að taka málið að sér, sennilega yrði ríkið fyrir valinu sem greiðandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 110487
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.