17.5.2010 | 13:21
Bestu kostirnir í Reykjavík
Þetta er ekki spurning um húmor heldur svo blákalda alvöru að nú sem aldrei fyrr er þörf á að skoða hvaða þjóðfélagsgerð við viljum. Besti flokkurinn er góður til að lífga upp á framboðsfundina, en í kjörklefanum tekur alvaran við og þá er spurt um áframhaldandi bullandi frjálshyggju eða samfélag jafnaðarmennsku og félagslegra lausna.
B og D = áframhaldandi bullandi frjálshyggja - stöðnun.
S og V = jöfnuður og félagslegar lausnir - uppbygging.
Lausagöngufé vantar ekki ekki í Reykjavík svo sleppið litlu framboðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 110487
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
S og V eru í ríkisstjórn og á þeim bæ þvælast ekki félagslegar lausnir fyrir, hvað þá uppbygging. Frekar aum blekking að ætla að eitthvað annað verði í RVK. Að taka lán er ávísun á skattahækkanir. Frekar aumur frasi þetta með bullandi frjáshyggju, nema nefna dæmi. Leikskólagjöld eru lægst á þessu svæði í rvk, er það frjálshyggja???
haukur Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 13:46
Hólmfríður - Þú ert að grínast - eða þú býrð ekki í Reykjavík - þekkir ekki 12 ára R-lista martröðina með viðvarandi hallarekstri á borgarsjóði meira að segja á góðæris árunum 2006 - 2006 -strætisvagnakerfið og stjórnsísla borgarinnar og borgin sjálf lögð í rúst.
Undir stjórn Hönnu Birnu borgarstjóra Reykjavíkur síðastliðin 2 ár hefur skapast stöðugleiki í borgarmálastarfinu og borgarsjóður rekinn með 3.2 milljarða króna hagvexti 2009
Reykvíkingar velja stöðugleika og hagvöxt til framtíðar með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem borgarstjóra - XD
Samfylkinguna og Vinstri græna er meira en of mikið að hafa í óstjórninni á Alþingi.
Benedikta E, 17.5.2010 kl. 15:28
Sínum augum lítur hver á silfrið og hvernig á Íhaldið að vera við völd, ef það hefur ekki fylgendur. Svo það sé á hreinu þá bý ég ekki í Reykjavík.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.5.2010 kl. 16:10
Ég get sagt þér það Hólmfríður að ef þú hefðir upplifað R-listann í Reykjavík þá hefðir þú ekki hvatt til S og V í borgarstjórnar kosningunum í Reykjavík.
Benedikta E, 17.5.2010 kl. 16:23
Sæl Benedikta.
Ég upplifði vissulega R-listnn í Reykjavík og veit að margt gott var gert á þeim tíma sem Ingibjörg Sólrún stýrði borginni. Ef þú heldur að hægt sé að gera mig afhuga Jafnaðarstefnunni með einhverjum sögum frá þessum tíma, þá þekkir þú mig ekki.
Dagur B Eggertsson er mikill leiðtogi og hann hefur með sér mikið af frábæru fólki. Samfylkingin er sá flokkur Íslandi sem er best í stakk búinn til að taka á vandamálum samtímans.
Sóley Tómasdóttir er afar skelegg og talar um hlutina eins og þeir líta út frá sjónarhóli jafnrar stöðu kynjanna sem er löngu tímabært. Þorleifur Gunnlaugsson er mikill baráttumaður fyrir auknu réttlæti og jöfnuði og ekki veitir af. Það vill svo til að ég kannast aðeins við hann.
Ef Reykvíkingar þola ekki jöfnuð þá eru þeir orðnir svo vanir óföfnuði og misrétti að það verður að taka þá í þjálfun.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.5.2010 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.