Athugasend við skrif fólks eins og Skafta Harðarsonar á Eyjunni

Þegar ekki er annað til varnar vondum málstað en dylgjur um heiðarlegt fólk, þá er mál að hætta skrifum. Þorvaldur Gylfason, Stefán Ólafsson og fleiri héldu á lofti sannleikanum um græðisvæðinguna sem hér óð yfir allt. Hvernig þeir tekjulágu voru mergsognir með als kyns fátæktargildrum gerðu kjör þeirra óbærileg á meðan fjármagn flæddi héðan í skattaskjól víða um veröld.
Það eru margir sem fleiri grunaðir um að hafa framið lögbrot í fjármálageiranum og Jón Ásgeir er einn þeirra. Málið er bara svo miklu stærra en einn eða tveir menn. Það er heil þjóð í vanda og það sýnir ótrúlega þröngsýni að tönglast á einu mannsnafni og einu fyrirtæki.
Slíkt er bara til að gera málflutning þinn Skafti og margara annara, afar ótrúverðugan og kjánalegan. Málin eru í rannsókn og meðan svo það stendur yfir er best að svona sleggjudómar séu settir í skúffuna og við snúum okkur að því hvað er til ráða og hvert við viljum stefna.
Ég er ekki verjandi neins og er engum að hygla. Kjánaleg deila Davíðs Oddssonar og Jóns Ásgeirs er bara orðin að aukaatriði í leikritinu Hrunda Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo innilega hjartanlega sammála þér, óþolandi "barnaleg" umræðan á Íslandi oft á tíðum.  Hér er allt hrunið og fólk er að rífast um "keisarans skegg", algjörlega með ólíkindum :-o

ASE (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir innlitið. Mér finnst stundum að fólk sé enn að skrifa og tala eins og áður en skýrslan kom út. Þá voru alls kyns getgátur á kreiki og áróður í allar áttir. Nú er búið að upplýsa málin og rannsóknin í fullum gangi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband