16.5.2010 | 14:26
Hef ég svikið undan skatti og hvers vegna.
Sú "íþrótt" að svíkja undan skatti hefur verið landlæg hér um árabil og er örugglega enn. Hver hefur ekki fengið einhvern til að gera fyrir sig viðvik, smá verk eða jafnvel nokkur stórt verk og það er engin nóta. Fyrirtæki stunda það að fá fólk til að vinna hjá sér, borga örlítið meira enn umsaminn launataxta og allir eru sáttir, ekkert gefið upp.
Eða hvað, launamaðurinn þarf af einhverjum ástæðum að leita réttar síns og grípur í tómt. Sá sem fékk viðvikið gert nótulaust fer og krefur yfirvöld um bætta þjónustu, en fær svarið, það vantar fjárveitingu. Þessi "hungurlús" sem hann sveik undan hefur bæst við ótal margar fleiri systur sínar og þannig hefur skapast skortur á fé til framkvæmda og þjónustu. Ég er ekki undanskilin frá öllum hinum sem einhvern tíman hafa gert svona "smáræði" til að buddunni minni liði aðeins betur.
Við súpum hveljur yfir skattsvikum auðmanna og erum afskaplega reið. Þeir skulu sko borga og það vel með álagi og öllu. Auðvitað eiga þeir að borga sína skatt og það eigum við að gera líka, í hvaða formi sem er. Það eru nú hvers og eins að líta í eigin barm og hugsa málin upp á nýtt. Samfélagið erum við sjálf og við viljum að samfélagið veiti okkur góða þjónustu og sú þjónusta kostar peninga, peningana okkar úr sameiginlega sjóðnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.