16.5.2010 | 14:08
Eva Joly útskýrir viðbrögð sakborninga í efnahagsbrotamálum
Það er nauðsynlegt að Eva Joly komi reglulega í íslenska fjölmiðla og útskýri fyrir okkur það ferli sem viðbrögð sakborninga í efnahagsbrotamálum gengur út á. Það er auðvitað í mannlegu eðli að telja sig saklausan og það eru jú fyrstu viðbrögð. Fólk sem hefur lengi stundað ólöglegt athæfi getur líka smám saman misst hæfileikan til að greina á milli hvað er löglegt og hvað ekki, hvað er siðlegt og hvað ekki, hvað sé eðlilegt og hvað ekki.
Þetta er sambærilegt við hegðun fólks sem býr við ofbeldi, áfengisvanda eða við önnur alvarleg hegðunarvandamál á heimili. Það fólk bregst við með allt öðrum hætti en þeir sem búið hafa við það sem við köllum eðlilegar aðstæður.
Hafir þú unnið við það sem þitt aðalstarf að hjálpa fólki að koma fé í skattaskjól, fer þér trúlega smám saman að þykja það eðlilegar og jafnvel löglegar gjörðir. Það voru fleiri að gera svona og þá hefur það bara verið allt í lagi, enda var ekki kært.
Rannsóknin gæti tekið 4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nokkuð athyglisvert sjónarhorn hjá þér Hólmfríður: "Þetta er sambærilegt við hegðun fólks sem býr við ofbeldi, áfengisvanda eða við önnur alvarleg hegðunarvandamál á heimili. Það fólk bregst við með allt öðrum hætti en þeir sem búið hafa við það sem við köllum eðlilegar aðstæður." Svo ef við lítum á útrásarvíkingana og þá valdaaðila sem gáfu þeim lausann tauminn, sem alkóhólistann, þá er þjóðin fjölskyldan sem líður undir bölinu, en breiðir alltaf yfir "alkann" og hylmir yfir honum alltof lengi, eða þar til allt hrynur.
Þetta gengur svoldið illa hjá fólki að sjá sýnist mér, enginn "klappaði" og enginn hældi "útrásarvíkingunum" en núna er hljóðið annað, ekkert rangt við það, batnandi mönnum/fólki er best að lifa.
MBKV að "Utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 16.5.2010 kl. 14:57
Vissulega er hægt að útfæra þetta allt á þjóðina að vissu marki. En þjóðin vissi ekki hvað fór fram inni í bönkunum, eða gerði sér almennt ekki grein fyrir því. Það sem ég var að meina með þessari samlíkingu er að hegðunarmunstur þeirra sem störfuðu innan bankanna og þeirra sem stýrðu þeim, hefur verið sjúkt og skrumskælt.
Vissulega voru stjórnvöld með tauminn svo lausann að slíkt er með ólíkindum. Ég hef lengi haldið því fram að þar hafi einn forystumaður ráðið för og fengið það á einhverjum annarlegum forsendum. Brenglað hegðunar munstur og flestir kóuðu með.
Nú er þjóðin komin í meðferð og hún hófst daginn sem skýrslan kom út. Löng ferð hefst með einu skrefi og þau eiga eftir að verða nokkuð mörg. Svo eru einhverjir enn að þrjóskast eins og gengur.
Mannleg hegðun er margskonar og nauðsynlegt að skoða hana, bæði sína eigin og annara. Það er víst kallað að læra
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 16:03
Það er ekki í mannlegu eðli að telja sig saklausan, það kallast siðblinda.
Tómas Waagfjörð, 17.5.2010 kl. 00:15
Sæl aftur !
Nei Nei Hólmfríður, langt í frá að þessi samlíking þýði það,að "útfæra allt á þjóðina" auðvitað er það "alkinn" sem ber höfuábyrgðina, en mér finnst vanta töluvert á að fólk almment viðurkenni sinn þátt í þessu, hvernig áherslur og hugarfar á því hvað ber að hafa í forgang, hefur síðustu 15 til 20 árin beinst svo mikið að veraldlegu gæðunum, og minna að því manneskjulega/félagslega og þar sem ég eftir 25 ár í öðru landi, hef haft möguleikann á að sjá þetta svoldið svona, með "gests" augum um leið og þekking á mín á föðurlandi mínu er auðvitað meiri en annarra "gesta" sem bara koma sem ferðamenn, tel ég mig vita hvað ég er að tala um.
það sem ég eiginlega er að reyna að segja er:, að á meðan réttarkerfið tekur fyrir það sem flokkast undir afbrot (virðist ganga vel, eða hvað ?) og stjórnmálamenn og embættismenn sem stóðu sig ekki á vaktinni fá sínar ákúrur, refsingu eða bara verða víkja, þá mun þrátt fyrir öll þau uppgjör, allt fara í sama horfið fljótlega, ef almenningur ekki tekur líka tak í sína ábyrgð og það verður grunnleggjandi hugarfarsbreyting ganvart því hvað eru raunveruleg lífsgæði.
Ég hef svo mikla trú á mínum landsmönnum ,að ég tel þetta vel mögulegt og er örugglega þegar vel rótfest hjá mörgum, en því fleiri því betra.
Og Tómas! siðblinda er því miður hluti af mannlegu eðli/óeðli ;) ætla í því sambandi enn og einu sinni vegna hins góða boðskaps í henni,segja þessa sögu:
Aldraður Indíánahöfðingi ræðir alvöru lífsins við barnabarn sitt og segir " Það búa tveir úlfar í öllum manneskjum og eru í eilífu stríði, annar er vondur, fullur af hatri,árásargirni, öfund, græðgi, hroka, kæruleysi og eigingirni, hinn er góður, fullur af kærleika,von.samkennd,gleði, ábyrgð,friði og heiðarleika".
"Hver vinnur afi ?" spurði barnabarnið, afin svarar eftir smáhlé "Sá sem þú matar" !!
MBKV að "utan"
KH
Kristján Hilmarsson, 17.5.2010 kl. 11:35
Sæll Kristján Hilmarsson
Vissulega þurfum við að breyta okkar hugarfari og ég tel reyndar að slík breyting sé hafin. Allar slíkar breytingar taka tím og áhrifin koma heldur ekki strax í ljós. Reiðin er enn mjög sterk í fólki og atburðir eins og viðbrögð Sigurðar Einnarssonar og lögmnns hans.
Vantraust á stjórnvöldum er líka mikið og undir því er kynt með markvissum hætti. Við þurfum breytingr og að þeim er unnið með lagabreytingum um allt stjórnkefrið. Breyta verður Stjórnarskránni okkar og kosninglögum. Prófkjörin sem í fyrstu þóttu góð, hafa breyst í þvílíkann óskapnað að það hálfa væri nóg.
Styrkjavitleysan og svo hitt að eingar samræmdar reglur eru til um framkvæmdina. Árni Johnsen sæti ekki á þingi ef ekki hefðu verið einkonar byggðalagagirðingar í prófkjörsreglum hjá Íhaldinu á Suðurlandi.
Það verður meira rannsakað og einginn veit hvert allar þær rannsóknir leiða okkur. Reykjavík, Kópavogur, Sparisjóðirnir, Stjórnmálamenn - þetta er það sem ég man í bili að því sem hefur verið tilnefnt, samþykkt og verið er að vinna í.
Okkar litla samfélag er í raun í skoðun og það er gott, við viljum það en það er samt vont. Þetta er allt hluti af batanum og hann mun koma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.5.2010 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.