Jón Wæni og félagar

Jón Wæni þótti standa sig vel á hvíta tjaldinu en svokallaður „stjörnulögmaður“ Sigurðar Einarssonar líkir Ólafi Þór Haukssyni við JW. Þessi samlíking á að vera til háðungar, en virkar ekki þannig í mínum huga. Sérstakur saksóknari virðist vera kominn með samstarfsaðila í mörgum löndum til aðstoðar við þær gríðarlegu rannsóknir sem nú standa yfir og eru framundan.  Lögsagan er því sennilega mun alþjóðlegri en sá "stjörnum prýddi" lögmaður vill vera láta.

Skattrannsóknarstjóri var greinilega mjög orðvar í viðtalinu í Kastjlósinu í gærkvöldi, en sagði samt mjög mikið miðaða við það sem við eigum að venjast. Hans embætti er nú loks komið með heimildir til að innheimta af fullum þunga, þau undanskot frá skatti sem veruleg geta talist. Það er verulegt umhugsunarefni, hvers vegna þær heimildir hafa EKKI verið fyrir hendi í íslensku laga og réttarumhverfi.


Konurnar tvær, (afsakið að nöfn þeirra fylgja ekki) sem stýra skilanefndum/slitastjórnum Glitnis og Landsbankans og komið hafa fram vegna krafna á hendur fyrrverandi stjórnenda/eigenda, koma mér fyrir sjónir sem harðar og málefnalegar. Örugglega báðar mjög vel menntaðar og hafa því góða fagþekkingu á þeim málim sem þær vinna með. Þær láta ekki trufla sig með þrýstingi eða hótunum.

Mín skoðun er sú að það sé afburðafólk sem valist hefur til forystu til rannsókna og innheimtu krafna á hendur bankafólksins okkar sem skaut undan fjármagni með vafasömum aðferðum.

Skattrannsóknarstjóri og Sérstakur Saksóknari virðast mér vera af svipuðu kaliberi og vinna sín störf af vandvirkni og heiðarleka.

Við eigum eftir að endurheimta verulega fjármuni til baka og í það miklu magni að það mun skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Þetta hef ég sterklega á tilfinningunni og vona svo sannarlega að reynist rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Að venju hefur þú rétt fyrir þér.

Það sem enn er ekki ljóst, er hvað af öllu þessu voru lögbrot og hvað voru "bara" siðferðisbrot (sem vel að merkja eru ekki ólögleg).

En hingað til hefur allt gengið vel. Stóra skýrslan var ekki hvítþvottur. Og í augnablikinu lítur út fyrir að stærstu krimmarnir fari í steinhúsið.

Við verðum hins vegar að gera okkur ljóst að megnið af öllum þessum peningum var aldrei til - og endurheimtist þar af leiðandi aldrei.

En miklu var stolið. Eitthvað af því fáum við vonandi til baka. 

Það verður þó aldrei nóg. Dugar jafnvel ekki til að bæta þá skerðingu sem vinstri stjórnin neyðist nú að leggja á ellimenni og öryrkja. 

Mér finnst það helvíti hart. 

Jón Daníelsson, 16.5.2010 kl. 00:20

2 identicon

Góður pistill hjá þér Hólmfríður.

Meirihátttar flottur.

Kv. Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fjármunum mun hafa verið komið undan til "skattaskjóla" um árabil og með góðri aðstoð og ráðleggingum bankanna. Ekki var farið neitt leynt með slíka hluti og fjallað um þessa auknu "þjónustu" og talað um vaxandi eftirspurn. Þar hafa vænti ég verið um alvöru peninga að ræða en ekki verðlausa pappíra. Þeir aðilar sem svo höndluðu voru með vöðin fyrir neðan sig og töldu ekki eftir að greiða vel fyrir veitta aðstoð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband