12.5.2010 | 23:58
Fjölmiðlasirkus - Spuni
Talað er um fjölmiðlasirkus í kring um handtökur Kaupþingsmanna og hvað er átt við með því? Er það sú staðreynd að sagt er frá málinu í fjölmiðlum og að nýjar myndir af þessum landsþekktu mönnum voru birtar.
Enginn talaði um fjölmiðlasirkus þegar sérstakur fréttaþáttur var á hverjum virkum degi um allar þær fyrirtækjaflækjur sem yrðu til á árunum fyrir hrun. Þá voru sérstakir fréttamenn á vaktinni að fylgjast með og þuldu svo upp nöfn þeirra fyrirtækja sem keypt höfðu og selt sjálfum sér og öðrum, hluti í sjálfum sér og öðrum. Sigurður Einarsson talar um spuna til að friða þjóðina, meðan Jón Ásgeir játar sig sigraðan. Hvað næst??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að hljóma ekki of væmin en finnst alltaf gott að lesa blogg þitt og athugasemdir þínar, ert svo jarðbundin og málefnaleg í þínum málflutningi.
ASE (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 00:18
Sæl kæra frænka,
Án þess að vilja verja þessa mennn sérstaklega þá vil ég nú benda þér á að menn eru saklausir uns dæmdir sekir. Að vísu má sannarlega segja að þeir séu nú þegar dæmdir sekir þar sem megnið af þjóðinni hefir fyrir löngu, allt síðan Glitnir féll, dæmt alla menn seka sem komu að stjórnun bankanna.
Íslendingar eru mjög gefnir fyrir það að telja sig vera fremsta meðal jafningja, eða hið minnsta að stefna á að vera framarlega á öllum sviðum. Eru ekki dómsmál þar á meðal? Þessir menn eru eins og allir aðrir sem mæta í dómssal, hugsanlega sekir um glæpsamlegt athæfi.
Við Íslendingar fordæmum oftar en ekki það að myndir af ÞEKKTUM glæpamönnum séu sýndar almenningi, þó sérstaklega myndir af verstu gerð glæpamanna (að mínu mati), sem eru kynferðisafbrotamenn (DV). Samt hafa fjölmiðlar ekkert á móti því að birta myndir af mönnum sem eru "kannski brotlegir". Ef menn hugsa nú réttlátt, án þess að horfa í múgæsinginn, er það virkilega réttlátt, að bölva og blóta og dæma menn sem hafa KANNSKI brotið lög?
Steinar Hrafn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 03:03
Takk fyrir góða umsögn ASE
Steinar Hrafn frændi. Ég geri mér vel grein fyrir því að ekki er búið að dæma þessa menn og að athyglin er vissulega mikil á þeirra handtökur. Skýrslan og öll umræðan er líka búin að vera mikil enda hefur Hrun ekki orðið áður á Íslandi eftir að við fengum sjálfstæði. Mér hefði þótt óeðlilegt að ekki væri greint frá handtökum þessara manna í fjölmiðlum og að myndir væru teknar.
Ég get vissulega tekið undir með þér um myndbirtingar af kynferðirafbrotamönnum ættu að vera meiri og þá eftir að þeir hafa fengið dóm. Maður á Vestfjörðum tók líf sitt vegna fréttar í DV um meint kynferðirafbrot. Það var nú í vikunni birt mynd af manni sem hafði beitt konu sína miklu ofbeldi árum saman.
Að sanna kynferðisafbrot getur í sumum tilvikum verið erfitt, en í öðrum ekki því sannanir eru stundum ekki sýnilegar. Þar eru dómarnir og miskabæturnar til skammar og þarf að taka á þeirri hlið.
Fjármálamisferli liggja mun ljósar fyrir og það eru frekar lagatæknileg atriði sem skipta máli, að hafa færann lögfræðing til varnar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.5.2010 kl. 23:30
Ég meinti - að myndir af þeim hefðu ekki verið teknar - í 4. til 5.l ínu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.5.2010 kl. 23:33
Sendi þér mínar bestu kveðjur og óskir um ánægjulega helgi og gott kvöld. Bestu kveðjur Fríða mín.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.