Lífeyrissjóðirnir stóðu - bankarnir féllu.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fjallar í grein á Pressunni í dag um neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðanna á árunu  2008.  

Þar segir;

"Rétt er að skoða tölur um neikvæða nafnávöxtun Lífeyrissjóðanna á árinu 2008 í samhengi við það að stór hluti fjármálakerfisins á Íslandi hrundi – hvort heldur um var að ræða banka, sparisjóð, fjárfestingarfélag, eignarhaldsfélag eða aðra fjármálaumsýslu. Öll þessi fyrirtæki fóru ekki bara á hausinn heldur töpuðu þau bróðurparti eigna sinna. Þannig má ætla m.v. mat skilanefndanna að bankarnir hafi tapað um 65-70% af öllum eignum sínum og Landsbanki Íslanda trúlega nærri 80%! Séð í þessu samhengi er ljóst að lífeyrissjóðirnir eru í raun eini hluti fjármálakerfisins sem ennþá stendur uppi, þrátt fyrir áföll."

Og síðar í sömu grein;

"Auðvitað var tap sjóðanna tilfinnanlegt og gagnvart sjóðsfélögunum grafalvarlegt. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að þröng ákvæði kjarasamninga ASÍ og SA, sem tekin voru upp í lögunum um starfsemi lífeyrissjóðanna árið 1997, hefur skilað mikilsverðum árangri. Krafan um mikla áhættudreifingu í eignasöfnum sjóðanna, eftir bæði mismunandi eignarflokkum og löndum (þ.m.t. gjaldmiðlum), hefur varið sjóðina og þar með lífeyrisréttindi sjóðsfélaga fyrir hruni og gert sjóðunum kleyft að borga hærri lífeyri þrátt fyrir áföllin."

Skora á ykkur að lesa grein Gylfa sem er bæði góð og fræðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að þetta tap sjóðanna er nákvæmlega svona fáránlegt út af þeim fjárfestingarreglum sem þeir áttu að vinna eftir.  Þannig að vera að monta sig af þessum svokölluðu þröngu ákvæðum er í besta falli fáránlegt.

Það voru ekki járniðnaðarmenn að reka sjóðina.  Þetta var fólk sem gaf sig út fyrir að vera atvinnumenn og var umbunað eftir því.

Það verður að víkja atvinnurekendum út úr þessum sjóðum.  Þetta eru bara launin okkar og ekkert annað.  Það er út í hött að fulltrúar væntanlegra skuldara séu í stjórnum sjóðanna.

itg (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Varla er hægt að segja að lífeyrissjóðirnir hafi staðið þegar þeir töpuðu tugum milljarða á fjárfestingum í hinum föllnu bönkum og svikamyllum þeirra. Held það séu ekki öll kurl komin til grafar hvað stöðu lífeyrissjóðanna varðar.

Krafa um áhættudreifingu er góð, en hún gekk ekki nógu langt. Ég hef lengi viljað að bann væri sett við fjárfestingum lífeyrissjóða í hlutabréfum. Þeir eiga eingöngu að fjárfesta í öruggari bréfum eins og ríkisskuldabréfum. Það er óverjandi að verið sé að spila rússneska rúllettu með afkomu aldraðra.

Theódór Norðkvist, 4.5.2010 kl. 17:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"það voru ekki járniðnaðarmenn sem ráku sjóðina."

Þessi yfirlætislausa ályktun itg hér ofar segir meiri sögu en margar skýrslur um hrun bankanna og þá starfsemi sem þar fór fram.

Og hún er jafnframt dómur í aðfaramáli bankanna gegn lántakendum og áfellisdómur yfir ábyrgðarlausu blaðri stjórnvalda um ábyrgð lántakenda á eigin skuldbindingum.

Það var gerð innrás á íslensk heimili og fyrir þeirri innrás stóðu íslenskir bankar sem lofuðu gulli og grænum skógum undir forsjá sérhæfðra fjármálaráðgjafa sem störfuðu í bönkunum.

Þegar ég fer á bílaverkstæði til að skipta um dekk treysti ég fagmönnunum sem vinna með sín faglegu réttindi. Þegar síðan einn hjólbarðinn skoppar undan bílnum í hættulegri beygju, bíllinn veltur og farþegarnir slasast þá segir enginn: "Þú gast sjálfum þér um kennt. Þú áttir að fylgjast með verkinu og tryggja það að allar felgurær væru hertar sómasamlega."

Verstu afleiðingar þessa skelfilega hruns vegna skelfilegra glæpamanna sem störfuðu óáreittir undir fagnaðarópum þeirrar stjórnsýslu sem átti að fylgjast með og setja leikreglur- eru hinsvegar lítið í umræðu.

Þær sjást hér á bloggsíðum daglega og flesta daga eru margar staðfestingar á ógæfunni.

Þær eru afneitun og meðvirkni fólksins sem af tryggð við eigin flokk reynir að bera í bætifláka og finna hinar ýmsu leiðir til að firra sína forystu ábyrgð. 

 Á meðan svo er munu ekki sjást merki um siðbót í þessu samfélagi.  

Árni Gunnarsson, 4.5.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fjárfestingastefna sjóðanna verður vafalaust skoðuð og trúleg hert enn frekar, en hvað um það. Þeirra staða er vel ásættanleg eftir það hrun sem hér varð. Það er ekki verið að skorast undan ábyrgð, heldur verið að segja frá því hver staðan er nú.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.5.2010 kl. 01:28

5 identicon

En bíddu. Hvað með lífeyrissjóð bankamanna. Hann slapp alveg. Þetta er svolítið skrýtið. Það finnst mér allavega. Svolítið undarlegt í meira lagi. En eigðu góðan dag Hólmfríður mín og takk fyrir skemmtileg blogg skrif.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband