3.5.2010 | 11:54
Grikkir og Íslendingar í vanda vegna spillingar
Rannsóknarskýrslan okkar hefur sýnt það svart á hvítu að spillt stjórnkerfi undanfarna áratugi er okkar stóra vandamál. Mér finnst einsýnt að Grikkir séu að kljást við spillingu líka þó þjóðfélagsgerðin sé ekki sú saman.
Nú getum við látið Grikkjum í té uppskrift af því hvernig spillt samfélag er skoðað og öllum steinum í stjórnkerfinu velt við. Við erum að hreinsa út hjá okkur og okkar aðferðir hljóta að duga hjá fleirum.
Við erum sem sagt með viðskiptatækifæri og nýja vöru sem ætti að seljast um allan heim eins og heitar lummur. Rannsökum spillingu - upprætum spillingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég heyrði þátt um daginn á BBC þar sem verið var að ræða við hinn almenna borgara í Grikklandi. Það sló mig hve Grískir almennir borgarar virðast á svipuðu plani og við Íslendingar. Skattsvik og hverskyns svindl (Kennitöluflakk) eru reglan frekar en ekki. Annar hver iðnaðarmaður er tilbúinn að vinna svart. Hér stofna menn kennitölu fyrir verkfærin sín og þegar þau eru orðin skuldsett eða botninn dettur úr verkefni er verkfærakistan sett á hausinn.. ábyrgðarsjóður launa látinn dekka ógreidd Forstjóralaun etc. Við hin heiðarlegir borgarar yppum öxlum: Ísland í dag! Frekar að við öfundum hinn gjaldþrota forstjóra af jeppanum.
Spurningin er þessi; Hver á að borga samneysluna? Erum við þessvegna að flytja inn útlendinga?
Villi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:21
Spilling á Íslandi - spilling í Grikklandi og afleiðingin sá sama.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.5.2010 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.