Okkur hefur lengi verið sagt að það væri svo miklu betra að allir ættu sína eigin íbúð/hús. Að leigja væri bara að henda peningum út um gluggann. Nú er það fólk sem hefur hlýtt þessu kalli, sem er mikill meiri hluti fjölskyldna á Íslandi, fengið rækilega á baukinn. Peningarnir sem fólkið taldi að það væri að leggja í eigin sjóð, fuku nefnilega út um gluggann, út í buskann, sogaðist inn í fjármálastofnanir landsins.
Við hjónin seldum húsið okkar í árslok 2007 og fluttum í leiguíbúð vorið 2008. Við vorum ekki frekar en aðrir meðvituð um að hrun væri framundan. Við erum mjög sátt í okkar litlu leiguíbúð, en á hlaðinu stendur bíll sem eitt af fjármögnunarfyrirtækjunum telur sig eiga. Hann er að vísu ekki verðmætur og við höfum ekki heyrt frá "eignandanum" mánuðum saman. Sennilega er of dýrt að sækja hann norður fyrir heiðar og demba honum á enn eitt nauðungaruppboðið.
Fólkið sem keypti íbúð/hús og/eða bíl fyrir hrun hefur ekkert til saka unnið annað en að sjá þarna möguleika á því að eignast þessar veraldlegu eigur og taldi sig ráða við greiðslur vegna þeirra kaupa. Peningastofnanir drógu ekki af sér við að hvetja til lántökunnar og greiðsluplönin liti bara þokkalega vel út.
En svo kom hrunið...................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.