Hvað höfum við til saka unnið - venjulegt fólk í vanda eftir hrun - íbúð og bíll.

Okkur hefur lengi verið sagt að það væri svo miklu betra að allir ættu sína eigin íbúð/hús. Að leigja væri bara að henda peningum út um gluggann. Nú er það fólk sem hefur hlýtt þessu kalli, sem er mikill meiri hluti fjölskyldna á Íslandi, fengið rækilega á baukinn. Peningarnir sem fólkið taldi að það væri að leggja í eigin sjóð, fuku nefnilega út um gluggann, út í buskann, sogaðist inn í fjármálastofnanir landsins.

Við hjónin seldum húsið okkar í árslok 2007 og fluttum í leiguíbúð vorið 2008. Við vorum ekki frekar en aðrir meðvituð um að hrun væri framundan. Við erum mjög sátt í okkar litlu leiguíbúð, en á hlaðinu stendur bíll sem eitt af fjármögnunarfyrirtækjunum telur sig eiga. Hann er að vísu ekki verðmætur og við höfum ekki heyrt frá "eignandanum" mánuðum saman. Sennilega er of dýrt að sækja hann norður fyrir heiðar og demba honum á enn eitt nauðungaruppboðið.

Fólkið sem keypti íbúð/hús og/eða bíl fyrir hrun hefur ekkert til saka unnið annað en að sjá þarna möguleika á því að eignast þessar veraldlegu eigur og taldi sig ráða við greiðslur vegna þeirra kaupa. Peningastofnanir drógu ekki af sér við að hvetja til lántökunnar og greiðsluplönin liti bara þokkalega vel út.

En svo kom hrunið...................

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband