2.5.2010 | 16:02
Hvað höfum við til saka unnið, venjulegt fólk í vanda eftir hrun ?
Svar við spurningunni er ekki neitt eitt. Það er margt sem kemur þar til, búið var að básúna um árabil að frelsið væri svo frábært og þá gætu allir gert það sem þá/þau langaði til. Eftirlit með öllum og öllu væri ættað fá kommaríkjum og þar væri alls slæmt. En alhæfingar eru varasamar og meðalhófið að jafnaði best. En meðalhófið var bara hallærislegt og við vildum verða rík strax með lántökum. Við hin dönsuðum með, sumri aðeins hraðar en aðrir og nú erum við að leita að nýjum takti.
Það er samt alveg á hreinu í mínum huga að þau sem stjórnuðu landinu og þau sem stjórnuðu fjármálastofnunum þau gengu á undan og stýrðu dansinum.
Það fólk sem keypti verðbréf, hlutabréf, stofnbréf, ástarbréf eða vafningsbréf á yfirverði, gerðu það vegna þess að þeim var sagt af forsvarsmönnum viðkomandi peningastofnana að þetta væri briljant leið til að auðgast hratt og áhættan ENGIN ÉG ENDURTEK ENGIN. Fólkið sem lagði peningana í markaðs, vogunar, peningabréfa sjóði, gerði það lika til að auðgast hratt. Það fólk fékk sínar upplýsingar hjá starfsfólki viðkomandi peningastofnana. Það fólk gerði það líka vegna þess að þeim var sagt af forsvarsmönnum viðkomandi peningastofnana að þetta væri briljant leið til að auðgast hratt og áhættan ENGIN ÉG ENDURTEK ENGIN.
Fólk treysti fjármálastofnunum vegna þess þær höfðu ekki klikkað, logið, brugðist eða hvaða orð sem við notum, áður og þar vann heiðarlegt fólk með góðann bakgrun.
Svo það er kannski trúgirni sem er svarið, trúgirni á það að nú væri loksins eitthvað gott að gerast í fjármálaherfinu á Íslandi sem það mundi nú njóta með ríka fólkinu.
Þetta er mín tilgáta, hver er þín?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt að blogga um hugmyndafræðina sem ríkti í bönkunum síðustu ár.
Ég er sammála því sem þú skrifar hér.
Það magnaðasta við þetta er að fólk trúði því líka innan bankanna að áhættan væri engin! Að þetta væri skothelt og allir gætu grætt!
Fólk hefur frelsi til að gera það sem því sýnist svo lengi sem það skerðir ekki frelsi annarra til sömu athafna. Það gleymdist hin síðustu ár og afleiðingin sú að frelsi almennings hefur skerst gríðarlega vegna athafna fárra einstaklinga.
Lúðvík Júlíusson, 2.5.2010 kl. 16:55
Þetta með frelsið er líka svo afstætt og það sem átti að vera frelsi er nú orðið að ánauð. Mér finnst reyndar með ólíkindum ef fólk innan bankanna hafi ekki verið farið að efast um að kerfið mundi virka. Ég hef reyndar aldrei unnið í banka og er því ekki alveg dómbær, og þó..........
Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.5.2010 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.