23.4.2010 | 22:23
AGS: Staða Íslands betri en búist var við
Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008.
Þremur af lykilatriðum í áætluninni er nú lokið og það fjórða, endurskipulagning sparisjóðanna, er á lokastigi. Öll markmið áætlunarinnar fram að þessum tímapunkti eru í höfn og er stöðug styrking á gengi krónunnar frá fyrstu endurskoðuninni þar m.a. nefnd til sögunnar. Raunar segir starfsfólk AGS að þróun verðbólgunnar og vöruskiptajöfnuðar í jákvæða átt frá árslokum 2008 sé áhrifamikil styrking. Meira hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.