22.4.2010 | 13:56
Hrunið og Eldgosin
Fyrir mér er Hrunið í öllum sínum mikilleik og þrengingum, jákvætt og eftir því sem ég hugsa betur um það þá sé ég að við sem þjóð hefðum ekki hlustað á neitt minna ein eitt allsherjar fall.
Þar koma náttúruöflin inn í að því leiti að við erum svo vön að laga okkur að nýjum aðstæðum vegna allra þeirra náttúruhamfara sem á okkur hafa dunið.
Fimmvörðuhálsinn var öll reiðin sem brotist hefur um í fólki undanfarna mánuði. Henni var spýtt út á mikilfenglegan hátt og myndir af því fóru um víða veröld.
Svo er það skíturinn, hann er opinberaður í Rannsóknarskýrslunni og Eyjafjallajökull spýtir honum út á svo öflugan hátt að það hefur áhrif um alla Evrópu og jafnvel víðar.
Fólk segir að við munum engin áhrif hafa í Evrópu þegar við verðum komin inn í ESB. Þarna er verið að sýna á táknrænan hátt hve röng sú fullyrðing er. Við munum hafa áhrif og á okkur verður hlustað um alla álfuna og um allan heim.
Við erum fyrst þjóða að hreinsa út hjá okkur með Rannsóknarskýrslunni og það er farið að ræða slíka rannsókn í Bretlandi. Við erum ekki eina landið með spillingu og hagsmunaklíkur, síður en svo.
Hreinsun í stjórnkerfum heimsins mun fara fram og þar verður horft til okkar leiða og aðferða. Á sama hátt og hér er verið að ræða um Sannleiksnefndirnar sem voru settar á fót í Suður Afríku í lok aðskilnaðarstefnunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona svo sannarlega að það sem þú segir reynist rétt.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 22.4.2010 kl. 15:00
Sæll Arinbjörn. Var að lesa athyglisverða grein á Eyjunni um Hrunið í Bandaríkjunum. Skora á þig að lesa hana
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.4.2010 kl. 21:58
En hvernig er það ef það á að leyfa félögum og eigendum þeirra að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum? Er það flott jafnaðarmennska?
Það er verið að búa til menn sem fá 290.000 kr fyrir 1000 evrur til að fjárfesta á Íslandi á meðan að þú og ég fáum ekki nema 171.000 krónur fyrir 1000 evrur.
Hvað myndir þú gera við mismuninn eða 119.000 kallinn?
Frumvarp iðnaðarráðherra þess efnis verður líklega samþykkt úr nefnd í dag.
Öll fyrirtæki svo og einstaklingar verða að vera jafnir fyrir lögum. En nú er Alþingi að fara að samþykkja það að aðeins sé hægt að fá fjárfesta sem ekki þurfa að fara eftir reglum Seðlabankans um gjaldeyrishöft og þannig að samþykkja að Seðlabankagengið sé rangt skráð. Pældu í því.
Meiri jafnaðarmennskan þetta. Og það eftir Hrunskýrsluna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 02:37
Sæll Stefán.
Það eru í raun nokkrir gjaldmiðlar á Íslandi og það er ekki að byrja núna. Þetta er eitt af því sem við jafnaðarmenn viljum koma í lag. En handstýrt gengi er ekki í boði lengur þó það líti svo út. Þetta er meðal afleiðinga af áralöngu fjárhættuspili með þennan örgjaldmiðil. Hann mun brátt heyra sögunni til. Þar sem okkur hefur gengið betur að fóta okkur eftir Hrun en AGS gerði ráð fyrir í sínum áætlunum, þá eru vonir til þess að gjaldeyrishöftin, háir vextir og mikil verðbólga láti undan síga fyrr en reiknað var með.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2010 kl. 07:07
Jafnaðarmenn eru samt að gefa ákveðnum mönnum og fyrirtækjum undanþágu frá höftunum. Af hverju ekki ferðaþjónustunni líka?
Ég vona að þú vitir að ég er sósíaldemókrati. Mér finnst Samfylkingin vera farin langt út fyrir öll velsæmismörk í einkavinavæðingu eftir hrunið.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 12:40
Já é veit um þína stöðu í stjórnmálum Stefán. Jafnaðarmenn eru ekki sem slíkir að úthluta undanþágum og einkavinavæðing er ekki þeirra deild. Þegar uppræta á stóra meinsemd eins hér var/er í okkar samfélagi, þá tekur það nokkurn tíma. Ef ég fæ svæsna sýkingu, þá tekur tíma að ná bata meðan lyfin eru að virka. Eins er með samfélagið okkar. Verið er að breyta mjög mörgu í lagaumhverfi peningamála og þeirri vinnu er ekki lokið. Á meðan gilda eldri reglur og slíkt sakpar svigrúm. Hvað varðar gjaldeyrishöftin þá hef ég trú á að farið verði að slaka á þeim áður en varið. Jákvæðu teiknin eru komin og þeim á eftir að fjölga
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2010 kl. 22:14
Hólmfríður, það er verið að setja lög á Alþingi sem heimilar ríkisstjórninni að gefa Verne Holding og eigendum þess, þ.m.t. Björgólfi Thor, undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Það er ekki jafnaðarmenska og ekki í anda hrunskýrslunnar.
Ég er viss um að margir verða hissa eftir nokkur ár þegar þeir sjá hverjir eru allt í einu orðnir ríkir á Íslandi og það í skjóli Samfylkingarinnar.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 00:47
Þetta mál Verne Holding er nú til meðferðar í Iðnaðarnefnd Alþingis og það einmitt vegna eignahluts BTB. Skúli Helgason formaður nefndarinnar segir að að verið sé að með lendingu í þessu máli, en þarna verða líka til mörg störf. Samfylkingin er að vinna í anda sinnar stefnu og það er vel.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.4.2010 kl. 14:58
.. að verið sé að vinna með lendingu í málinu...
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.4.2010 kl. 14:59
Eina lendingin er að BTB verði keyptur út og aðhluthafar í fyrirtækinu fái undanþágu frá gjaldeyrishöftunum áður en að frumvarpið verður samþykkt.
Það verða kanski til 200 ný störf. hvað yrðu til mörg ný störf í ferðamannaþjónustu ef hún fengi að nota aflandsgengi? Líklega eitthvað fleiri en 200 störf geri ég meira en fastlega ráð fyrir.
Þetta er gróf mismunum á landsmönnum og er ekki í anda jafnaðarmannastefnunnar þó svo að þetta sé í anda Samfylkingarinnar;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 15:12
Sennilega verður BTB keyptur út eins og þú segir. Það má ekki einblína um of á einn málaflokk, gjaldeyrishöftin munu hverfa innan ekki langs tíma.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.4.2010 kl. 00:42
Hólmfríður. Gjaldeyrishöftin munu ekki fara næstu 12 mánuði og síðan verður hugsanlega eitthvað slakað á þeim. Það er því fyrirséð að gjaldeyrishöft verða hér við lýði næstu misseri.
Eins og ég hef sýnt fram á þá mismuna gjaldeyrishöftin eftir efnahag.
Auðmenn geta geymt fjármagn sitt erlendis og fengið td. 7% vexti á fyrsta flokks skuldabréfum á meðan eignalitlir einstaklingar eru neyddir skv. gjaldeyrishöftunum að flytja fjármagns sitt til Íslands og vilji þeir ekki skipta því í íslenskar krónur þá þurfa þeir að sætta sig við 0,3% vexti. Jafnvel þó þeir skipti fjármagni sínu í íslenskar krónur og seti á verðtryggðan reikning þá þurfa þeir að sætta sig við 3,9% raunvexti.
Ef við gefum okkur að án gjaldeyrishafta þá lækki krónan, verðbólgan verði hærri og vextir í landinu hærri. Þá er hægt að leiða af því að allar undanþágur sem gefnar eru frá höftunum lækki krónuna, auki verðbólgu og hækki vexti. - Því er ljóst að undanþágan til Verne Holding mun lækka krónuna, auka verðbólgu og hækka vexti.
Það er ekkert ókeypis í þessum heimi. Eru 200 störf þess virði að lækka kaupmátt almennings, hækka verðtryggð lán og draga úr vexti annarrar atvinnustarfsemi?
það er því ljóst að á þeim tíma sem gjaldeyrishöftin verða við líði þá verða þeir ríkari enn ríkari og þeir fátæku enn fátækari!
Það er því nokkuð skýrt að breyta þarf þeirri hugmyndafræði stjórnvalda sem snýr að uppbyggingu því hún er ekki að stokka spilin nógu vel og hún er að gefa vitlaust!
Lúðvík Júlíusson, 25.4.2010 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.