Endurskoðum Stjórnarskrána - efnum til Stjórnlagaþings.

Ég er ekki eins viss að flokkakerfið sé að hrynja, eins og Egill Jónsson forstjóri Brimborgar og bloggvinur minn heldur fram. Það mundi heldur ekki bæta stöðuna nema síður væri. Hann segir frá því að bloggsíðu sinni að hópur hafi komið saman í dag til að ræða endurskoðun Stjórnarskrárinnar. Ef ég hef skilið hann rétt þá er hann að tala um að hópur fólks geti komið saman og endurskoðað Stjórnarskrána með því sem hann kalla Þjóðfundarformið.

Ég er áhugamaður um endurskoðun Stjórnarskrárinnar og tel það brýnt mál. Það verður þó að gerast að tilstuðlan stjórnvalda og það sem við þurfum að gera er að endurvekja þann þrýsting sem var á stjórnvöld fyrir síðustu kosningar. Frumvarp um málið var þæft af Sjálfstæðisflokknum fyrir þær kosningar. Málið þarf að taka á dagskrá að nýju og helst að afgreiða fyrir þinglok. Þá væri komið af stað það ferli að valdir verði fulltrúar á  Stjórnlagaþing sem síðan endurskoðar Stjórnarskrána.  Fyrirkomulag Þjóðfundar mætti svo skoða sem aðferð til að nota á Stjórnlagaþinginu. Það kemur ekki bara fólk af götunni og semur eitt stykki stjórnarskrá bara rétt si svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband