Nú er engin leið til baka - úff - enn sá léttir.

Þetta skýrir vel mína líðan í gær, mér fannst ég komin í dyragætt og hurðin mundi síðan lokast að baki mér. Ótrúlegur léttir og um leið ógurlegt að hafa upplifað öll ósköpin, hafa orðið vitni að brjálæðinu, verið hluti af því, hafa reynt að reka fyrirtæki hvað eftir annað, hafa haldið heimili í öllum stórsjónum, verið annar aðalleikandinn fyrstu fjölskyldugjaldþrota sem varð í sýslumannstíð Jóns Ísbergs í Húnavatnssýslum. Svo margt margt annað sem ég hef verið með í á þessum umbrotatímum.

Nú er botninum náð og um leið og allt gamla kerfið er hrunið. Mér er í raun sama núna hvað leikendurnir segja með ábyrgð og þátttöku. Það stendur allt í skýrslunni og hún segir það sem segja þarf. Það mun taka tíma að lesa og ég ætla að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband