12.4.2010 | 17:59
Rannsóknarskýrslan - skráning ákvarðana mikilvæg.
Það fyrsta sem mér kom í hug eftir BLAÐAMANNAFUND ársins í morgun var mikilvægi stjórnsýslunnar í öllum stigum samfélagsins.
Þar á ég við þann þátt að allir verkferlar þegar ákvarðanir eru teknar, séu skráðir. Það sem ég á við er að ákvarðanir séu formlega teknar á fundum, að allar fundargerðir séu skráðar og undir þær ritað af þeim sem sátu viðkomandi fund.
Samskipti séu skráð (formleg bréf séu rituð) og gögn varðveitt með skipulegum hætti. Þetta á við í félögum, fyrirtækjum, stofnunum og æðstu stjórnstigum, sem sagt alls staðar um allt samfélagið. Þarna getum við öll komið að bættum stjórnarháttum með því að fylgja þessu þáttum eftir, þar sem hvert okkar kemur að hvers kyns félagsstarfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.