Uppgjör þjóðar við sjálfa sig

Við Íslendingar erum fyrsta land veraldar þar sem fer fram uppgjör þjóðar við sjálfa sig. Merkileg tilraun og mikið frumkvæði til sjálfskoðunar. Rannsóknarskýrslan er fyrsta skrefið og nú er um einn og hálfur sólarhringur þar til hún verður birt. Heilar 2500 blaðsíður og nú mun trúlega hefjast einhver mesta lestrarlota sem um getur hjá einni þjóð. Almennt læsi er líka mikið og það eitt og sér gerir þessa tilraun mun merkilegri. Skoðanaskipti eru almenn og fólk virðist óhrætt við að láta sitt viðhorf í ljós. Samhliða stóru rannsókninni er verið að grandskoða almenna auðgunarbrot og alls kyns fjármálamisferli sem virðast hafa geisað hér sem farsótt. Ólíkt Svínaflensunni eru ekki til byrgðir bóluefnis við þessari pest. Íslensk Erfðagreining hlýtur að hella sér í mikla leit  afbrotageni hvítflibbanna hið fyrsta og mun sú leit örugglega vekja heimsathygli. Nú bíð ég mánudagsins og hefst svo lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband