8.4.2010 | 19:22
Top Gear - öryggi á fjöllum
Við erum oft svolítið öfgafull og ríkisstofnanir eiga það til að fara á gríðarlegt valdaflug. Umhverfisstofnun vill rannsaka utanvega akstur Top Gear hópsins við gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Þarna var á ferðinni þrautþjálfað fjallafólk á sér útbúnum bíl. Upptakan á atriðinu þegar kviknaði í einu bíldekki var gerð með því fororði að vara fólk við þeirri gríðarlegu hættu sem fólgin er í glannaakstri í námunda við eldgos. Kynningargildi þessarar upptöku er gríðarlegt fyrir ferðaþjónustuna.
Ég vil gera það að tillögu minni að því fé sem þessi tilrekna rannsókn kostar, verði varið til betri vegamerkinga nærri gosstöðvunum. Harmleiknum um síðustu helgi hefði ef til vill verið afstýrt, ef slíkar merkingar hefðu verið viðunandi við hálendisveginn sem þau óku inn á, í stað þess að halda til byggða eins og örugglega hefur verið áformað.
Lögregla rannsaki akstur Top Gear | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þú hefur rétt fyrir þér. En ég held að þeir hafi nú líka aðeins viljað skemmta sér með því að keyra á hraunið. En ég er viss um það að þeir gerðu það eins varlega og eins "skipulega" og hægt var.
Þetta eru mjög þekktir þættir og allt í lagi ef þeir gera þetta. Þetta má bara ekki verða vani.
Þetta er alveg gríðarleg landkynning fyrir Ísland og ferðaþjónustu á landinu.
Ég er meira spurður út í svona atriði en um Björk, Sigurrós eða Kristján Jóhannsson.
Svo með merkingar. Ég er á því að það hefði átt að loka svæðinu og kringum gosið og taka gjald af þeim sem leggja af stað á svæðið. Gjald sem færi í að borga björgun á þeim sem týnast. Þetta gjald þyrfti ekki að vera hátt og myndi láta þá sem leggja í hann meðvitaðri um þá hættu sem þeir eru að leggja út í með ferð sinni á svæðið. Afganginn eða hagnaðinn ætti síðan að nota til að styrkja björgunarsveitirnar og þyrlusveot landhelgisgæslunnar sem má víst aðeins fljúga 12 mílur frá landinu.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 02:40
Það verður ekkert gert. Fólk mun halda áfram að lenda í erfiðleikum, vonandi samt ekki jafnhörmulegum og þeim sem um ræðir hér.
En það var ótrúlegt að björgunarsveitir skyldu ekki leita lengra inn á landi. Munaði þá eitthvað um að keyra þennan spotta frá Fljótshlíð inn að Hvanngili á ofurjeppunum sínum - bara til að gá?
Ég hélt að við rannsóknir og leitir af þessu tagi ætti aldrei að útiloka neitt. En það var gert með ákveðnum hætti þarna.
Eins og löggan orðaði það: þeim datt bara ekki í hug að "fólkið hefði farið svona langt".
Siggi (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.