Tilraunasamfélagið okkar!

Ég er sammála því að eignarhald á fyrirtækjum þurfi að vera upplýst og gegnsætt. Á það jafnt við um fjölmiðla og önnur fyrirtæki. Við erum að fikra okkur út úr frumskóginum á svo mörgum sviðum og út á hið opna svæði. Umbreytingar í veröldinni eru gríðarlegar um þessar mundir og ekkert lát þar á. Ég er að upplífa það að litla samfélagið okkar sé að gera afar athyglisverðar tilraunir í átt til aukins lýðræðis fyrir hinn almenna borgar. Menntunarstig okkar er hátt og við erum því mjög heppilegt tilraunamódel. Það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst, en mér finnst allt benda til þess að við séum að fikra okkur í rétta átt. Það módel sem notað var við að halda þjóðfundinn og aðra smærri fundi eftir það er afar athyglisvert og mjög lýðræðislegt. Þar geta allir þátttakendur lagt sitt að og hætta á yfirgangi einstakra skoðana ekki mikil. Módelið hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og er það vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hólmfríður mín.

Alltaf gott að lesa pistlana þína. Það er alltaf gott. Eigðu gott kvöld og haltu áfram að koma með svona góða pistla. Takk fyrir þá.

Eigðu góða nótt vinur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Valgeir minn. Það er líka svo gott að fá jákvæð skilaboð frá þér kæri vinur. Ég held áfram að skrifa, ég hef svo mikla skrifþörf og þá er gott að nota bloggsíðuna síns.

Góða nótt

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband