3.4.2010 | 18:05
Deila unglækna og LSP
Þó ég viti ekki í smáatriðum hvað er fólgið í deilu unglækna við yfirstjórn LSP, þá er það þó ljóst að þarna er á ferðinni einhliða breyting yfirboðara á vinnutíma/vaktakerfi undirmanna. Allar einhliða breytingar á ráðningarkjörum eru mjög vel til þess fallnar að hleypa illu blóði í undirmenn. Hvernig má það vera í landi sem er með traust lagaumhverfi fyrir samskipti aðila á vinnumarkaði og virka stafsemi samtaka launafólks, að yfirvaldi á vinnustað detti slíkt í hug.
Með því er ég ekki að efast um að breytinga sé þörf, en framkvæmd þeirra hlýtur að fara fram í samráði aðila, en ekki með einhliða ákvörðun. Hvaða starfsheiti eða launaflokkar veita yfirmönnum slíkt vald? Að mínu áliti eru slík völd ekki til staðar og um öll starfskjör beri að semja samkvæmt gildandi lögum í landinu. Ég tek ekki afstöðu til innihalds breytinganna, en styð unglækna heilshugar. Breyting á starfskjörum jafngilda uppsögn og um slíkar breytinga verður að semja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samúð mín með unglæknum er mikil, þetta fer að að jaðra við þrælahald
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 19:33
Það lyktar þannig og mér finnst alveg forkastanlegt hvernig þetta mál er unnið af hálfu LSP.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2010 kl. 00:44
Það er hægt að ganga svona hart þegar ríkisstjórn og Alþingi hafa sínt hver hefur síðasta orðið í kjarabaráttunni í dag.
Lög á verkföll hefur víða áhfrif.
Ég mæli með því að unglæknar finni sér vinnu í Noregi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 09:25
Verkfall flugvirkja/flugumferðarstjóra eru kjaradeilur sem eru tilkomnar eftir þeim lagalegu leiðum sem eru gildandi í landinu. Lög á verkföll nú flokkast sem nokkurskonar neyðarréttur stjórnvalda á mjög erfiðum tímum. Þau fólu í sér frestun þar til í nóvember, en þá eru kjarasamningar lausir hjá meginþorra launafólks i landinu. Hefðu stjórnvöld látið þessar deilur ganga sinn gang, er hætt við að algjör upplausn hefði orðið á vinnumarkaðnum og næg eru vandræðin fyrir.
Ég sem starfsmaður verkalýðshreyfingarinnar til margra ára, á samkvæmt bókinni að vera alfarið á móti allri íhlutun stjórnvalda í samninga á vinnumarkaði. Ég er samt þeirrar skoðunar að þessi íhlutun nú hafi verið afar ill nauðsyn.
Að sama skapi vildi ég sjá að stjórnvöld grípi nú inn í þessa deilu á LSP og settu frest á vaktabreytingar og einhvern sáttaaðila að málinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.4.2010 kl. 10:22
Gleðileag páska Hólmfríður mín. Eigðu góða og gleðiríka hátíð fyrir höndum.
Bestu kveðjur.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.