30.3.2010 | 11:46
Á vaktinni við gosstöðvarnar
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa mátt standa vaktina umhverfis gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi síðan gosið hófst. Þar eru þeir ásamt lögreglunni, að bjarga mannslífum á hverjum einasta degi. Mikill fjöldi flykkist á svæðið hvern dag sem gefur og rúmlega það. Meiri hlutinn er vel útbúinn, með gott nesti og fer með fleirum í hóp. Svo eru alltaf einhverja "hetjur" sem ekki þurfa að fara eftir ráðleggingum annarra, taka ekkert mark á einhverjum hallærislegum viðvörunum sem oftast eru bara píp úr löggunni, eða þannig. Þegar á hólminn er komið, verður töffarinn svo að þiggja aðstoð þegar hann er búinn á því og björgunarsveitarmenn koma honum til byggða svo hann haldi lífi. Löggan var þá ekki með neitt píp eftir allt saman, sorrý.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.