Mjólkurkvóta á kvótamarkað

Umræðan um kvótann á fiskinum okkar allra hefur vakið upp spurningar um mjólkurkvótann í landinu. Að mínu áliti er þarna um að ræða að því er virðist sama vanda og með fiskinn. Kvótinn er seldur beint milli búa og erfitt að komast inn í greinina. Því er rökrétt að sú krafa sé gerð að ríkið komi að viðskiptum með þann mjólkurkvóta sem losnar hverju sinni og höndlað sé með hann eftir þar til gerðum leikreglum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta tek ég undir. Það er kominn tími til að við förum að vernda íslenska bóndann. Hann á í vök að verjast fyrir nýjum vágesti sem eru búvöruverksmiðjur spákaupmanna af höfuðborgarsvæðinu hér syðra.

Eða eins og hann Jón á Búrfelli sagði við mig forðum í viðtalinu í Feyki.

"Ef maður sést haltur í kaupstaðnum þá getur maður búist við að einhver víki sér að manni og spyrji hvort jörðin sé ekki til sölu?

Menn tala jafnvel um það núna að kaupa heilan dal!"

Árni Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stærð bújarða hefur verið töluvert hitamál hér í Húnaþingi vestra. Á stundum hefur mér fundist að ástin á þúfunum, hafi orðið viðskiptavitinu yfirsterkari. Ég held að stækkum bújarða sé framtíðin og fjölgun gripa á hverju búi sömuleiðis. Það þarf alls ekki að fækka fólki til sveita nema síður sé. Þú þarft ekki að búa með skepnur til að eiga heima í sveit. Hvers kyns annar rekstur getur svo vel þrifist þar og gerir það nú þegar. Fjarvinna í góðu netsambandi er líka alltaf að aukast og á eftir að aukast enn frekar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.3.2010 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband