28.3.2010 | 11:34
Frumkvöðull um ræktun landnámshænunar verður fyrir miklu tjóni.
Í nótt sem leið fóru mikil verðmæti á bálið og margra ára frumkvöðlastarf Júlíusar bónda á Tjörn á Vatnsnesi varð að ösku á svipstundu. Júlíus hefur á undanförnun árum, byggt ræktun á landnámshænunni alveg frá grunni.
Notið hefur vaxandi vinsælda hjá fjölskyldum að fá sér fáeinar skrautlegar hænur í litinn hænsnakofa í garðinum. Þessir fuglar eru mikið augnayndi auk þessa sem þær skila eigendum sínum eggjum til heimilis. Stór hluti þeirra eiga trúlega ættir að rekja að Tjörn á Vatnsnesi.
Margar fjölskyldur hafa núna beðið eftir hænsnastofninum sínum frá Júlíusi því um 900 egg sem voru við það að klekjast út, fóru forgörðum þegar útihúsin á Tjörn brunnu í nótt. Auk þess fórust þarna um 200 hænur.
Ég vil senda Júlíusi baráttukveðjur og vænti þess að hann fái mikinn og góðan stuðning við að byggja sína ræktun upp að nýju.
Útihús brunnu og hænur drápust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo sorglegt
halkatla, 28.3.2010 kl. 11:54
Í öllu niðurbroti, felst von um nýtt upphaf.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 11:58
Maður fann bara til að lesa þessa frétt.
Úrsúla Jünemann, 28.3.2010 kl. 17:49
Ég vil taka undir baráttukveðjur til fólksins á Tjörn.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.3.2010 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.