Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið!!!!!!!!!!

Þessi samþykkt á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær er góður áfangasigur í baráttunnu um að grundvallar breytingar verði gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Þarna er á ferðinni eitthvert stærsta réttlætismál í atvinnufrelsi á Íslandi um þessar mundir. Leigugjald fyrir veiðiheimildir mun auk þess verða öflugur og stöðugur tekjustofn fyrir ríkið til framtíðar. Fyrir mörg byggðarlög er þetta aukin von um að endurheimta ákveðin mannréttindi íbúanna.

Ertu búin/n að skrifa undir á www.thjodareign.is ??????????

 


mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Hvað veldur þessari skyndilegu ást Samfylkingarinnar á þjóðaratkvæðagreiðslum? Ekki kom í mál að leifa þjóðinni að greiða atkvæði um aðildarumsókn að ESB og Icesave var bara kosning um ekkert að mati þeirra Jóhönnu og Steingríms.

Rafn Gíslason, 28.3.2010 kl. 12:08

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Mynntist Jóka nokkuð á hina tilgangslausu þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave sem hún var sjálf á móti?

 Hvað mun samfylkinginn segja þegar hægri menn segja að þessi þjóðar atkvæðagreiðsla sé tilgangslaus?

Eða eru Samfylkinginn á móti þjóðaatkvæðagreiðslum sem eru ekki í samræmi við stefnu flokksins?

Jón Þór Helgason, 28.3.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu um fiskveiðistjórnunarkerfið er fram komin frá hópi almennra borgar í þessu landi, ekki hvað síst vegna óbilgirni útgerðarelítunar sem hefur gengið frá borði þar sem leitað er leiða til að koma á breytingum um úthlutun veiðiréttar. Varðandi atkvæðagreiðsluna um ICESAVE þá var hún að mínu áliti skrípaleikur og þarf ég ekki álit frá Jóhönnu eða öðrum til að styðja þá skoðun mína. Þjóðin mun að sjálfsögðu fá tækifæri til að greiða atkvæði um samninginn við ESB þegar hann er fullbúinn og búið að kynna hann vel og rækilega.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

2 þjóðaratkvæðagreiðslur -

sú fyrri verði kölluð ALÞINGISKOSNINGAR

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.3.2010 kl. 13:15

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Þetta er skrípaleikur hrein og klár ekki það að ég sjá ekki fulla ástæðu til að leggja kvótakerfið fyrir þjóðina til ákvörðunar, þá varr og er engu að síður full ástæða til að gera það sama með ESB umsóknina til að hafa það algjörlega á hreinu að þjóðin væri því samþigg að falast eftir aðild að ESB ef ákjósanlegir samningar væru í boði.  Það hinsvegar hunsaði Samfylkingin og ber því við að þjóðin fái að segja álit sit þegar samningur liggur fyrir, þetta er ekkert annað en hrein og tær hræsni og ekki nóg með það heldur á sú þjóðaratkvæðagreiðsla einungis að vera til leiðsagnar en ekki bindandi. Icesave atkvæðagreiðslan var ekkert grín eins og þið Samfylkingarmenn haldið fram , sá samningur sem alþingi samþykkti í Desenber var í gildi þar til þjóðin hafði hafnað honum þó svo að annar betri samningur væri hugsanlega á borðinu, og hefði ekki verið greit atkvæði um þann samning hefði hann væntanlega tekið gildi því var það nær að ríkisstjórnin drægi hann til baka ef annar betri var í boði., þannig að allt tal um skrípaleik í þeim efnum er einungis að vísa til föðurhúsanna.

Slík er hræsni ykkar Samfylkingarmanna og stórs hóps þingmanna VG.

Rafn Gíslason, 28.3.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rafn, við skulum ekki drepa þessu grundvallarmáli þjóðarinnar á dreif með því að blanda því saman við pólitíska skollaleiki. Stjórnmálaflokkar eru pakkar af heldur ómerkilegu dóti samfélagsins sem nýtir sér löggjafarsamkomuna til flestra annara verka og óþarfari en að drýgja samfélaginu örlög.

Nú ber okkur að fagna því að Samfylkingin sér í þessu máli þann snjalla leik að auka vinsældir sínar með því að gefa fólkinu úti í hinum dreifðu byggðum von um að fá að lifa lífinu á eigin forsendum á þeim auðlindum sem þjóðin á sameiginlega.

ESB aðildin mun verða kolfelld engu að síður þótt íslensku fólki verði sleppt úr ánauð ræningja af eigin þjóðerni.

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 14:35

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Sammála Árni, en það er samt ekki hægt að líta framhjá því sem ég hef áður nefnt hér. Ætlist menn og flokkar til þess að þeir séu teknir alvarlega þá verða þeir að vera sér samkvæmir í sínum málflutningi. En ég er þér algjörlega sammál í að sú pólitík sem stunduð er á þessu landi í dag er ekkert annað en skollaleikur eins og þú nefnir það, og hefur virðing alþingis ekki aukist síðustu misserin nema síður sé og þar eiga allir flokkar sinn þátt í því er engin undanskilin..

En því miður þá get ég ekki hversu mikið sem ég vildi tekið undir fögnuðinn í þessu máli þar sem ég er ekki viss að hugur fylgi máli hjá þessu fólki.

Rafn Gíslason, 28.3.2010 kl. 14:55

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sælir piltar. Auðvitað er þetta blessað ICESAVE mál ekkert grín, þegar ég tala um að atkvæðagreiðslan 6. mars sl hafi verið skrípaleikur, þá á ég við það að verið var að greiða atkvæði um breytingartillögu við gildandi lög. Samningaviðræður voru í fullum gangi og komin betri tillaga á borð viðræðunefndar. Auðvitað átti að fresta atkvæðagreiðslunni á meðan enn þokaðist. Það var ekki gert og því var atkvæðagreiðslan gjörsamlega marklaus að mínu mati.

Samfylkingin er afar heilsteyptur og farsæll flokkur með skýra stefnu þess efnis að koma hér á frjálslyndi kerfi jöfnunar og félagshyggju. Okkar stóra stefnumál fyrir Ísland er að sækja um aðild að ESB. Við teljum einfaldlega að hagsmunum þjóðarinnar allrar sé betur borgið innan ESB en utan. Við erum ekki flokkur sérhagsmuna og höfum aldrei verið. Auðlindastefna okkar er skýr og hún felst í því að ALLAR auðlindir lands og sjávar eru sameign þjóðarinnar. VG eru með okkur í ríkisstjórn og það hefur í heildina gengi vel. Þó eru þar inni nokkrir einstaklingar sem telja sig ekki geta fylgt stjórnarsáttmálanum að fullu. Það er auðvitað mjög bagalegt þegar fólk stendur ekki við gerða samninga.

Stjórnarsáttmálinn er auðvitað ekkert annað en samningur um vinnuferli sem fylgja á meðan viðkomandi ríkisstjórn situr. Þessu má líkja við að starfsmenn á vinnustað séu ekki samstíga við vinnslulínu sem hefur ákveðinn stíganda eða framrás. Ef sumir starfsmenn henda vörunni til hliðar, stöðva línuna svo varan hleðst upp eða þess háttar. 

Samfylkingin og VG vinna heilshugar fyrir þjóðina alla, en ekki einstaka sérhagsmunahópa eins og Hrun-flokkarinr hafa gert um áratugaskeið. Það er ekki sérhagsmunagæsla VG sem greinir þá frá okkur, heldur örlítið mismunandi áherslur varðandi heildarhagsmuni þjóðainnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.3.2010 kl. 14:55

9 Smámynd: Rafn Gíslason

Ef þér finst það örlítil mismunur á VG og SF að flokkarnir eru á öndverðum eiði í ESB málinu þá er ég ekki hissa á því að illa gangi. Það var alt frá stofnun þessarar ríkisstjórnar ljóst að ekki væru allir þingmen VG tilbúnir í þá vegferð sem lagt var í varðandi ESB, og ég veit með vissu að minnsta kosti 5 þingmenn flokksins létu bóka andstöðu sína við þennan samning og það vissi forusta Samfylkingarinnar. Það þarf því ekki að koma á óvart að órói hafi verið innan raða VG upp á síðkastið því við vitum að Icesave samningarnir hanga á ESB umsókninni og fást ekki leiddir til lykta svo ásættanlegt sé vegna þess, hvað sem okkur kann svo að finnast um það. Það kann vel að vera að Samfylkingin sjá enga aðra leið fyrir landið en að ganga til liðs við ESB en þar eru landsmenn ekki sammála ykkur og ég held að ef til þess kæmi að þessi umsókn yrði lögð fyrir þingið aftur þá yrði hún kolfeld þar sem það voru þingmenn Vg sem veitu henni það brautagengi sem til þurfti og það mjög í óþökk sinna félaga. það var á sínum tíma réttlæt með því að halda þyrfti hrunflokkunum frá völdum. En svona til að koma því á hreint þá eru hrunflokkarnir 3 ekki 2 eins og haldið er fram, Samfylkingin er að mínu mati ekki búin að gera hreint fyrir sínum dyrum um hlut hennar í því hruni sem féll á þjóðina þó svo að ábirgð þeirra sé án vafa minni en hinna.. Ég hef nefnt það við þingmenn VG að komin sé tími sátta svo að þessum nornaveiðum sem hafa viðgengist upp á síðkstið linni og menn fari að vinna saman þvert á flokkspólitíska hagsmuni, því við skulum gera okkur grein fyrir því að 50 % þjóðarinnar styður stjórnarandstöðuna og við byggjum því ekki nýtt Ísland með helminginn af þjóðinni standandi á hliðarlínunni þar sem hann finnst sig vera sniðgengin í því uppbyggingar starfi. Því þarf sátt í samfélagið en ekki sundrung til að hægt sé að koma þjóðinni á réttan köl aftur.

Rafn Gíslason, 28.3.2010 kl. 15:34

10 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hólmfríður  þú ert yndisleg

Samfylkingin er afar heilsteyptur og farsæll flokkur með skýra stefnu ...

Svona yfirlýsing er stórkostlegur vitnisburður um blindu - algjöra blindu - en takk - þú bjargaðir deginum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.3.2010 kl. 17:43

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er gott að fara inn í daginn með svona blessunaróskir. Ég er búin að fá furðulegar færslur strákar mínir síðustu mánuðina og þær eru löngu hættar að bíta. Gleðilega páska.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.3.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband