25.3.2010 | 16:22
Fundarstjórn Halldórs Halldórssonar á Ísafirði
Var að hlusta á upptökur af HITAFUNDINUM á Ísafirði í gærkvöldi sem er að finna í bloggi Ólínu Þorvarðardóttir á Eyjunni. Þarna er verið að ræða eitt stærsta hagsmunamál okkar allra, fisveiðar við Ísland. Vestfirðingar búa nærri gjöfulum fiskimiðum og hafa nýtt þau í áratugi. Þeim er málið því afar skylt og vildu koma á framfæri gagnrýni sinni á fundarformið. Fundarformið bannaði þeim hins vegar að koma gagnrýni á framfæri, nema með fram í köllum. Ég er alvön að stjórna fundum og veit mætavel hvert vald fundarstjóra er hverju sinni. Halldór Halldórsson hefði vel getað heimilað umræður eftir framsögur, vegna eindreginna óska fundarmanna. Ég er mjög hörð gegn fram í köllum og hvers kyns truflun á fundum. En ef fundarmaður óskar að ræða fundarsköp er fundarstjóra skylt að verða við því. Á upptökunum hér að framan var einmitt verið að gagnrýna fundarsköp og að mínu álit brást HH ekki faglega við þeirri gagnrýni. Það hefði svo alfarið verið í valdi frummælenda hvort þeir svöruðu fyrirspurnum eða tækju þátt í umræðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.