24.3.2010 | 22:48
Furðulegt fundarform LÍÚ - einkavinavæðing
LÍÚ ef með fundarherferð í gangi þar sem þeirra skoðun á eigin kvótaeignarhaldi er haldið fram. Þessir fundir eru svo auglýstir í nafni sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og fleiri aðila á viðkomandi svæðum. Sú aðferð á auðvitað að sýna svo ekki verður um villst að það séu sameiginlegir hagsmunir allra á viðkomandi landssvæði, að ríkið fari ekki að vasast í því að leiga "hverjum sem er" heimild til að veiða fiskinn í sjónum. Ekki eru leyfðar fyrirspurnir úr sal og auðvitað til þess ætlast að ræðumenn fari ekki út af skoðanasporinu.
Að mínu álit eru þessu fundarhöld ekki til þess fallin að auka álit almennings í landinu á þessu gjörspillta fyrirkomulagi. Þjóðin er búin að segja hver kyns einkavinavæðingu stríða á hendur, eða öllu heldur. Almenningur í landinu vill leggja slíkt af og þá skiptir ekki máli hvort verið er að einkavinavæða þessa auðlind eða einhverja aðra. Traust fjármálakerfi er vissulega auðlind hvers lands eða landssvæðis. Okkar fjármálakerfi var einkavinavætt með skelfilegum afleiðingum. Veiðiréttur á fiskimiðum við Ísland var einkavinavæddur og það hefur nú þegar haft skelfilegar afleiðingar fyrir mörg svæði á landinu. Auðlindir okkar á öðrum sviðum hafa verið mjög nærri því að vera einkavinavæddar og þar hefur verið og er barist um á hæl og hnakka á ýmsum vígstöðvum eins og við vitum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.