Skötuselinn eða ..........

Sagt er að almenningur í landinu þori  ekki að mótmæla kvótaeigendum. Það er ekki rétt og kvótaeigendum hefur verið mótmælt um árabil. Það sem er breytt núna er að kvótaeigendur eru ekki lengur í ríkisstjórn og stjórnvöld eru reiðubúin að gera breytingar á kerfinu. Það er ef til vill enn að finna fólk í hópi starfsmanna kvótagreyfanna sem ekki er tilbúið að mótmæla upphátt og undir nafni. Það er þá af ótta við að missa vinnuna og lái því hver sem vill. Nú er þjóðin að vakna til vitundar um það gríðarlega óréttlæti sem viðgengst í fiskveiðikerfinu hjá okkur. Viðbrögð kvótaeigenda við skötuselsfrumvarpinu eru einfaldlega vegna þess að leigutekjur vegna aflaheimilda munu renna í ríkiskassann en ekki í vasa nokkurra kvótaeigenda eins og verið hefur. Það hafa nákvæmlega ekkert að gera með stöðugleikasáttmálann eða hag almennings í landinu. Aðeins hag nokkurra auðmanna og braskara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frábær pistill hjá þér. Ég tek undir hvert orð. Loksins urðum við alveg sammála. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:22

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk fyrir innlitið Kolbrún og góða umsögn um þessa stuttorðu geiningu á kvótamálinu. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.3.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband