Til glöggvunar vegna sölu OR til Magma Energy

Ákvarðanir um söluna til Magma Energy eru teknar af meirihlutanum í Reykjanesbæ og meirihluta Orkuveitu Reykjavíkur. Ríkisstjórnin hefur hvergi komið að þeirri ákvörðun.

Pólitísk ábyrgð á sölunni er því hjá þessum aðilum.Lykilatriði er að með breytingu á lögum árið 2008 er búið að tryggja að ekki er hægt að selja sjálfar orkuauðlindirnar úr opinberri eigu. Ráðstöfunar- og yfirráðaréttur auðlindanna er og verður hjá lýðræðislega kjörnum fulltrúum almennings, hvort sem er í sveitarstjórnum eða ríkisvaldi. 

Með lögunum var skilið á milli auðlindanna sem yrðu áfram í opinberri eigu, veitustarfseminnar eða einkaleyfishlutans sem skyldi vera að meirihluta í opinberri eigu og svo orkuframleiðslunnar sem er samkeppnishlutinn og áhættufjárfestingin. Þar má einkafjármagn koma inn kjósi eigendur viðkomandi orkuauðlindar að haga því svo. Slíkt getur t.d. hvert sveitarfélag ákveðið fyrir sig. 

Lagabreytingarnar 2008 voru viðbragð við þeirri staðreynd að árið 2007 var bæði ríkið og sveitarfélög að selja einkafyrirtækinu Geysi Green Energy stóran hluta af Hitaveitu Suðurnesja ásamt orkuauðlindinni sem þá var í einkaeigu fyrirtækisins. Þar með var einkaaðili að eignast auðlindina en með yfirlýsingu aðila náðist fram að með auðlindirnar á Reykjanesi yrði farið í samræmi við ný lög og þeim haldið í opinberri eigu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það sem vekur spurningar hjá mér er að Magma Energy segist kaupa 8,62% hlut í HS á 2,5 milljarða eða tæpa 17 milljónir USD.  Gengið í viðskiptunum er 147 krónur.  Á sama tíma var gengi USD í Seðlabankanum 123 krónur.

Ef Íslendingur hefði átt 17 milljónir USD og viljað kaupa í HS Orku hefði hann þurft að greiða 2,1 milljarð króna! 

Þetta er afsláttur til Magma upp á 400 milljónir!

Það hefur enginn getað hrakið þetta og þar að auki stendur þetta í reikningum Magma Energy.

Á sama tíma og Magma fær að koma með aflandskrónur til landsins þá eru Íslendingar sem gera hið sama handteknir og jafnvel sakaðir um landráð í fjölmiðlum.

Ég get ekki annað en spurt sjálfan mig hvort þetta hefði farið örðuvísi ef Magma Energy hefði ekki fengið þennan afslátt.  Hefðu jafnvel Íslendingar keypt?

Svona á ekki að endurreisna land eftir hrun.

Lúðvík Júlíusson, 23.3.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég get alveg verið sammála þér með þetta Lúðvík. Það lagaumhverfi sem hér er og nefndin skoðaði og vann eftir er greinilega þannig saman sett að meirihluti nefndarinnar taldi ekki stætt á að veita ekki heimildina og eins og mig grunaði var það skaðabótakrafan sem hæddi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.3.2010 kl. 00:21

3 Smámynd: Björn Finnbogason

Hvaða íslendingar hafa verið handteknir fyrir eitthvað?  Baldur Guðlaugsson fyrir að höndla með síns eigin peninga !!!

Fuck that!

Björn Finnbogason, 24.3.2010 kl. 03:01

4 Smámynd: Björn Finnbogason

Skoðið Tom Petters í USA!!!!  Eða þá Hatcher´s automobiles!  Þá fengi liðið að finna fyrir því!

Björn Finnbogason, 24.3.2010 kl. 03:03

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Björn. Þú virðist í miklum hefndarhug og svo er með marga fleiri í okkar samfélagi. Að mínu áliti er hefnd ekki rétta leiðin til að bæta ástandið. Hefndin gerir það yfirleitt enn verra. Það sem verið er að gera og tekur vissulega tíma, er að verið er að leiðrétta regluverk í þá átt að jafna aðstöðu fólks. Einnig að gera aðilum erfiðara að misfara með völd og fjármuni.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.3.2010 kl. 09:26

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi varasömu viðskipti í kringum Magma Energy eru ekki mikið á dagskrá í fjölmiðlunum. Enn og aftur erum við frekar sofandi á verðinum og vöknum ekki fyrr en allt er búið og gert. Rétt hjá þér, Lúðvík: Svona á ekki að endurreisa land!

Úrsúla Jünemann, 24.3.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

29 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband