Svona gera menn ekki - nema einu sinni

Mikið er ég sammála Dominique Strauss-Kahn að svona bankakreppa megi ekki eiga sér stað aftur. Siðferði í stjórnmálum eða öllu heldur skortur á því, einkahagsmunir fárra teknir fram yfir heildina og geðþótta ákvarðanir varðandi regluverk um og stjórnun á peningamálum, eru aðferðir í stjórnun landa sem ber að varast öðru fremur. Því miður er Ísland ekki eina dæmið þar sem gallaðir stjórnarhættir skaða þegnana. Á vesturlöndum eru dæmin orðin fá nú til dags og það má örðu fremur þakka mikilli vinnu margra við að koma í regluverki um áðurnefnda stjórnarhætti. Margir kalla þetta bákn og finna því allt til foráttu. Þarna er ég að tala um ESB og það er viðurkennt að ef við hefðum verið komin þar inn, þá hefðu mál ekki náð að þróast ofan í það fen sem við sitjum nú í.

Leikfrelsi valdafólks er dýrt og við Íslendingar erum búin að fá nóg af slíkum reikningum undanfarna áratungi, þó nú hafi tekið steininn úr og það rækilega.


mbl.is Hið sorglega dæmi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það eru ekki margir sem kunna að fara vel með  frelsi. Freistingar að misnota aðstöðurnar eru margar. Og menn eru nú bara menn og ekki englar.

Úrsúla Jünemann, 20.3.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir segja að svona kreppur komi á 60 til 70 ára fresti hvernig sem allt veltist, það taki þann tíma að gleyma þeirri síðustu og sofna á verðinum. Aðrar þjóðir sem hafa uppundir 200 ára reynslu af frjálsu fjármagnskerfi hafa á þeim tíma sett kerfinu reglur á reglur ofan og ramma um ramma til að hindra misnotkun o.þ.h.

En þegar kerfið er tekið upp hér á landi bregður svo við að Íslenskir fjármálaungar nýskriðnir úr eggjunum eru ekki taldir þurfa neinar reglur, frelsið verði að hafa forgang. Markaðurinn muni sjá um leiðréttingar, reynsla og þekking annarra var hundsuð, talin óþörf, enda vandfundnir aðrir eins snillingar og nýríku nonnarnir Íslensku.

Það góða við hrunið er að við getum lært af því og það orðið okkur víti til varnaðar. En það sorglega er að sumir látast ekki sjá og vita af sínum þætti málsins og eru staðráðnir í að hafa reynslu, þjáningar og þrautir þjóðarinnar að engu því það þjónar ekki hugmyndafræðinni. Þjóðin virðist því miður í vaxandi mæli vera fylgjandi þeirri þöggunarstefnu og vera nú þegar tilbúin í næsta hrunadans. Verði okkur að góðu!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 12:45

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er með þessa alhæfingu eins og svo margar aðrar, bæði rétt og einnig röng, ESB hefur ekkert með það að gera að verr fór hér en hjá sumum öðrum ríkjum, Spánn og Grikkland eru meðlimir í ESB,þau eru jafnvel verr stödd en Ísland, Ísland og Noregur eru aðilar að EES samningi, og komu eins ólíkt útúr kreppunni og mögulegt var, EES samningurinn leggur sömu kvaðir og skyldur á þessi ríki sem þau væru í ESB bara án atkvæðisréttar í ESB þinginu.

Úrsúla bætir svo við að að séu ekki margir sem kunna að fara með frelsi, rétt ! en þetta gildir líka um völd, vegna þess að bæði vald og frelsi er einskis virði án ábyrgðar, sem setur okkur í stöðu til að huga að hvorutveggja í sambandi við "hrunið" á Íslandi, hversu margir af þeim sem fengu frelsi til athafna og vald tila veita þetta frelsi, hafa beðist afsökunar og tekið á sig ábyrgðina ??

Annars flott innlegg hjá ykkur báðum. :)

Kristján Hilmarsson, 20.3.2010 kl. 12:59

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Axel ! þú komst með þinn pistil inn hér meðan ég skrifaði minn, en ert alltaf jafn "neglinn" rétt á nagalahausinn, það er eitthvað grunnleggjandi í okkur Íslendingum sem gerir að þetta skeður aftur og aftur, þó svo síðasta hrun sé það versta nokkru sinni :)

Kristján Hilmarsson, 20.3.2010 kl. 13:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég ákvað að gera þessa athugasemd mína hérna að ofan að sjálfstæðri færslu á mínu bloggi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.3.2010 kl. 13:59

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kristján. Til þess að biðjast afsökunar þarf fyrst að viðurkenna mistök. Þar held ég að hnífurinn standi í kúnni. Ég er ekki sammála þér með það atriði að ESB hafi ekkert að gera með stöðuna hjá ríkjum.

  1. Með veru í ESB hefðu bankar á Íslandi ekki verið gefnir til einkavina og sem settu þá á hliðina. 
  2. Hjá okkur hefði regluverk ESB komið í veg fyrir ICESAVE.
  3. Seðlabankaflipp Davíðs Oddssonar hefði ekki orðið.
  4. Evran hefði gert það að verkum að lán í erlendum gjaldeyri væru ekki að sliga fyrirtæki og einstaklinga.
  5. Evran hefði sömuleiðis orsakað lága vexti og einga verðtryggingu.

Þessi 5 atriði eru orsakavaldar Hrunsins hér á landi og hefðu þau ekki verið til staðar væri hér ekkert hrun, heldur minni háttar niðursveifla.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.3.2010 kl. 16:26

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við vorum of sein að ganga inn í ESB núna er það ekki hægt skíturinn komin í buxurnar skiljið það!

Sigurður Haraldsson, 21.3.2010 kl. 00:10

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hólmfríður þú ert það sem ég vil kalla heilaþveginn ESB sinni, því miður.

Gunnlaugur I., 22.3.2010 kl. 21:19

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er alveg gríðarlega ánægð með að vera ESB sinni og það hef ég verið í mörg ár. Gekk til liðs við Samfylkinguna meðal annars vegna stefnu flokksins í Evrópumálum. Að ganga til liðs við ESB er mjög skynsamleg leið til að koma hér á stöðugra og manneskjulegra samfélagi. Sérstaklega tel ég að innganga í ESB muni koma landsbyggðinni til góða. Þar hef ég í huga byggðastefnu ESB og möguleika okkar til að ná góðum samningum í gegnum ákvæði sambandsins um harðbýl svæði. Ég fagna hverju skerfi sem færir okkur nær samningagerðinni og mun fylgjast með þeirri vinnu afathygli. Þessi afstaða mín er ekki síst tilkomin vegna afkomenda minna sem vonandi bera gæfu til að þrauka hér þann tíma sem það tekur að reisa samfélagið úr rústum frjálshyggjutilrauna undanfarinna ára og þar til hér er komið á samfélag byggt á félagslegum grunni jafnaðar og komið á örugga leið inn í ESB. Svo vil ég bara það besta fyrir alla mína samborgara.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.3.2010 kl. 23:09

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Er nú ekki alveg öruggt að innganga í ESB, sé lykillinn að því sem þú kallar samfélag byggt á "félagslegum grunni" það er svo sorglega langt í land með það á Íslandi, en það er gaman að fylgjast með umræðunni um aðild, þó svo mér sýnist þetta sé töluvert á "tilfinningalegu" plani ennþá, það er svo margt að skoða í þessu eins og t.d. þetta hér sem ég rakst á um daginn, en virðist ekki (ennþá allavega) hafa náð til Ísl.fjölmiðla, enda af nógu öðru að taka, en Hólmfríður ! og aðrir sem eru með skoðanir á þessum málim kíkið hér:

http://keh.blog.is/blog/keh/entry/1033203/

Kristján Hilmarsson, 23.3.2010 kl. 14:11

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Svo þetta : "Sérstaklega tel ég að innganga í ESB muni koma landsbyggðinni til góða. Þar hef ég í huga byggðastefnu ESB og möguleika okkar til að ná góðum samningum í gegnum ákvæði sambandsins um harðbýl svæði." segir þú, auðvitð eru aðstæður á Íslandi og Noregi að mörgu leyti ólíkar, en !! hörðust andstæðingar ESB við þjóðaratkvæðagreiðsluna 1994 hér í N. voru einmitt fulltrúar landsbyggðarinnar, fiskimenn og bændur og bændaflokkurinn "Senterpartiet" harðastur allra.

Kristján Hilmarsson, 23.3.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband