Prjónafólk á Norðurlandi vestra með margt áhugavert "á prjónunum"

Handverksfólk á Norðurlandi vestra er að sækja mjög í sig veðrið þessa síðustu mánuði og hefur til þess fenguð bæði hvatningu og uppörvun frá mörgum aðilum sem styðja við frumkvöðla og nýsköpun. Nú er í vinnslu verkefni sem stýrt er af Textílsetri Íslands á Blönduósi, þar sem verið er að þróa/finna munstur sem tengist Norðurlandi vestra og prjónafólk getur notað í als kyns vörur. Með þessu vinnst að prjónafólk fær ákveðna viðurkenningu, að það fer vonandi að vinna enn meira saman og vörulína getur orðið til sem margir geta tekið þátt í að vinna að. Er að fara á námskeið á Sunnudaginn á vegum þessa verkefnis, síðan verður annað í apríl. Þetta verkefni er afskaplega spennandi og vekur áhuga. Þessi námskeið eru í boði Ístex og Textílseturs Íslands og er það boð hér með þakkað kærlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

249 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110599

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband