16.3.2010 | 21:09
Selaskoðun af sjó fyrst reynd á Hvammstanga 2005
Eins og kom fram í fréttum Stöðvar2 í kvöld, er nýtt fyrirtæki Selasigling ehf að fara af stað á Hvammstanga þessa dagana. Fram kom í fréttinni að þetta væri í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíkar ferðir hér á Húnflóanum. Fréttamaður hefur það eftir sem honum er sagt. Ég og maðurinn minn byrjuðum með svona rekstur 2005 og þá strax var ljóst að þetta virkaði fínt. Tjón á bát og rekastarvandi í kjölfarið var til þess að okkar rekstur lagðist af 2007. Við keyptum þennan bát sem sýndur var í fréttinni, til Hvammstanga 2008 en fengum ekki þá fyrirgreiðslu sem þurft hefði. Nú taka þeir félagarnir Eðvald og Kjartan við keflinu og vonandi gengur þeim vel. Þessi viðskiptahugmynd er afburða góð og mun væntanlega ganga vel ef einhvert vit verður í rekstrarumhverfi á Íslandi á komandi árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott framtak hjá ykkur hjónum, vonandi gengur þetta núna.
Það er allt of sjaldan sem góðar fréttir er fluttar, fréttir af fólki sem er að gera góða hluti.
Gunnar Heiðarsson, 16.3.2010 kl. 23:00
Takk fyrir það. Ég hef mikla trú á því að þessi viðskiptahugmynd virki, annars hefði ég ekki haldið henni til streytu síðan 2005. Það munaði hársbreidd að við færum af stað með þennan bát sumarið 2009, en það tókst ekki. Gengur vonandi vel núna. Það skiptir öllu fyrir okkur öll að komast út úr verðtryggingu og vaxta fárinu sem hér hefur tröllriðið samfélaginu áratugum saman. Og það tekst að mínu áliti ekki nema ganga inn í ESB og fé evruna.
Kjósum um kvótann - undirskriftasöfnun - www.thjodareign.is
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2010 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.