110% bílalán

Mér finnst það vera algjör sanngirnisaðgerð að færa bílalánin  niður með þessum hætti. Að tala um gróða í þessu sambandi er algjört öfugmæli. Það er verið að minnka TAP fólks. Hvort sem bílalánin voru tekin vegna nýrra eða notaðra bíla hefur upphæð þeirra hækkað gífurlega. Við sem ekki getum unnt öðrum að fá sanngjarna leiðréttingu á okurlánum, erum ekki að horfa raunhæft á málin. Auðvitað gagnast þetta ekki öllum en örugglega mörgum. Einhverjir verða að fá frekri aðstoð og einhverjum er ekki hægt að hjálpa. Þannig er það bara


mbl.is Skiptar skoðanir um afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Hver ætlar að meta markaðsvirði bílanna?

Hann sjálfur?

Markaðsverð bílanna mun rjúka upp núna, en eftir aðgerðirnar  hrynur það.Heimskasta aðgerð sem til er.

Hamarinn, 15.3.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Jóhann

110% afskriftaleið, dæmi:

Tveir aðilar kaupa eins bíl sama dag, annar á 80% láni og hinn á 50% láni, bíllinn kostaði 4 milljónir nýr og hefur rýrnað í verði um 15% og lánin hafa hækkað um 80% á lánstímanum. Sá sem borgaði helming út fær ekkert afskrifað en sá sem tók 80% lán fær 2.020.000 afskrifaðar. Sanngjarnt?

Annar möguleiki væri að lækka höfuðstólinn í 135% af þeim hluta bílsins sem var tekinn að láni! Þá fá þessir ofangreindu aðilar sama hlutfall af láninu sínu afskrifað.

Jóhann, 15.3.2010 kl. 18:46

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það virðist nákævæmlega sama til hvaða aðgerða núverandi stjórnvöld grípa, það eru alltaf tilbúinn haugur af "sérfræðingum" sem rífur og tætir allt niður með það sama. Gamall málsháttir er svona "Enginn gerir svo öllum líki og ekki Guð í Hinmnaríki".

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.3.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband