14.3.2010 | 16:19
Höldum því til haga - hugleiðing 2
Ég tel einsýnt að hvorki ég, Bubbi, né nokkur annar séum að hvítþvo einn eða neinn af þeim sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar. Lagaumhverfi og stjórnarskrá hér á landi hefur mikla þýðingu þegar Hrunið er skoðað og metið. Mörg lögbrot hafa verið framin og það vitum við öll, en ábyrgðin á því lausbeislaða umhverfi peningamála á Íslandi liggur hjá stjórnmálamönnum og sérstaklega forystumönnum ríkisstjórna síðustu áratuga.
Það mikla ráðherravald sem er að finna í okkar gömlu stjórnarskrá, er beinlínis orsökin fyrir því að ráðherrar á Íslandi hafa getað tekið margar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir í aðdraganda þess. Fyrirkomulagið við sölu bankanna var ákveðin af einum ráðherra, Davíð Oddssyni með blessun fleiri ráðherra eins og Halldórs Ásgrímssonar.
Vinnu einkavæðingarnefndarinnar var ýtt af borðinu með einu handtaki í krafti ráðherravalds. Geir H Haarde hélt verndarhendi yfir öllu sem DO aðhafðist í Seðlabankanum skjóli sama valds. Það er ekki tilviljun að Sjálfstæðismenn töluðu sólarhringum saman gegn frumvarpi um stjórnlagaþing vorið 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
249 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vera rétt að stjórnvöld hefðu getað gert betur. Við megum ekki gleyma því að þeir menn sem settu okkur á hausinn eru follurðnir og eiga að vita hvað þeir gera. Það á ekki að þurfa að vera að horfa yfir öxlina á fullorðnum mönnum.
Það er sorglegt að sjá hvernig Bubbi er orðinn, hann er svo blindur af hatri á Davíð Oddsyni. Davíð á sjálfsagt ákveðinn þátt í því hvernig fór, en það voru útrásarguttarnir sem stálu peningunum. Sekt Davíðs liggur hellst í því að hafa ekki stoppað það, en hann átti erfitt með það. Allar tilraunir hanns voru túlkaðar sem persónulegar árásir. Nú er ég alls enginn Davíðs maður, hef reyndar alltaf þótt hann hálfgerður einræðisherra. Það ber öllum þó að njóta sannmælis, hvað sem menn heita.
Bubbi er stóryrtur og laus á sínum skoðunum, það er samt merkilegt hvað hann tjáir sig mikið um Davíð, örlítið um stjórnvöld en nánast ekki neitt um útrásarguttana. Það voru jú þeir sem fóru um heiminn og eyddu fé okkar.
Gunnar Heiðarsson, 14.3.2010 kl. 17:13
Sæll Gunnar - það er ekki að sökum að spyrja ef einhver reynir að tala upphátt eða skrifa skýrt um það hver beri í raun ábyrgð á Hruninu, þá stekkur fólk fram á völlinn og ver Davíð Oddsson í bak og fyrir. Þú talar um að útrásarvíkingarnir hefi verið fullorðið fólk og það er að sjálfsögðu alveg rétt. Davíð Oddsson á líka að teljast fullorðinn maður með áralanda reynslu í stjórnmálum. Hann hefur bara ekki hagað sér sem slíkur. Margar hans gerir minna á götustrák sem leitar allra bragða við að ná sér niður á andstæðingum sínum og skirrist ekki við að beita allra bragða hvað sem þau kosta. Ég er næsta viss um að Bubbi hatar ekki Davíð Oddsson og það geri ég ekki heldur. Ég get þó ekki annað en fyrirlitið hvernig hann hefur misnotað aðstöðu sína margsinnis og grófleg, á kostnað þjóðar sinnar. Á það höfum við öll horft í mörg ár, enda maðurinn ekki að fela neitt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2010 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.