Höldum því til Haga

Bubbi Morteins skrifar frábærann pistil á Pressunni í dag undir fyrirsögninni Davíðssálmur númer 1. Þar fer hann í nokkuð hvassa en skýra greiningu á því hvar ábyrgðin á Hruninu liggur.

Hann er fíkill eins og við vitum og þekkir því hugsanagang fíkilsins vel og einnig hverjir bera ábyrgðina á framboði þess sem fíkillinn sækist í. Það eru ekki burðardýrin eða þeir sem selja á götunni eða á börunum. Það eru þeir sem skipuleggja innflutninginn og dreyfinguna.

Fíkn er í svo margt og það eru örugglega til milljónir fjármálafíkla í heiminum. Þá er vissulega að finna hér á Íslandi eins og annarsstaðar. Þeir gambla með fjármagn, stunda gjaldeyrisbrask, lánabrask, eignahaldsfélagabrask og að soga til sín peninga með öllu mögulegu móti.  Bubbi er ekki í vafa um að ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum og þar er Davíð Oddsson nefndur sem höfuðpaurinn.

Gefum Bubba orðið: "Höldum því til Haga að Jón Ásgeir og Jóhannes í Bónus bera ekki ábyrgð á íslenska hruninu.  Þetta veit Hrunameistarinn sjálfur Davíð Oddsson.  Þeir sem bera ábyrgð á hruninu eru gjörspillt embættismannakerfi og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lagði grunninn með allsherjar spillingu sem og meðreiðarsveinarnir,  Framsóknarflokkurinn. Ríkisstjórn Geirs Haarde og meðreiðarsveinar hennar. Jarðvegurinn fyrir hrunið var löngu plægður.

Fjármálafíklar fengu kjöraðstæður til að leika lausum hala, slakað var á reglum og eftirliti eftir því sem dansinn dunaði hraðar. Nú er aftur á móti bent á fíklana og sagt - þetta er allt ykkur að kenna - skammist ykkar - þið fáið ekki að spila með lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sannarlega góður pistill hjá Bubba.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 00:30

2 identicon

Pistillinn var mjög góður. 

Auðvitað eru Baugsfeðgar ekki saklausir.  En viðskiptamenn væru vitlausir ef þeir notfærðu sér ekki allar leiðir sem til eru til að auðgast.  Þannig er nú kapítalisminn og því verður hið opinbera að skrifa reglurnar og hafa umsjón með mörkuðunum og þeim sem á honum eru.

Viðskiptamenn gleyma því eins og allir aðrir að allt er best í hófi.  Við getum öll verið sammála um það. 

Svo stendur í faðirvorinu; "Leið oss ei í freistni". 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 07:38

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég tel einsýnt að hvorki ég, Bubbi, né nokkur annar séum að hvítþvo einn eða neinn af þeim sem kallaðir hafa verið útráðsarvíkingar.  Lagaumhverfi og stjórnarskrá hér á landi hefur mikla þýðingu þegar Hrunið er skoðað og metið. Það mikla ráðherravald sem er að finna í okkar gömlu stjórnarskrá, er beinlínis orsökin fyrir því að ráðherrar á Íslandi hafa getað tekið margar stórar og afdrifaríkar ákvarðanir í aðdraganda þess.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband