Forsetinn skýtur sig í fótinn

Það hefur sannast enn og aftur að það sem gengur vel í landann, þykir ekki lystugt í útlöndum. ÓRG talaði um að Norðurlandaþjóðirnar hafi brugðist og ekki komið okkur til aðstoðar eftir hrunið. Þetta var sagt í sigurvímunni eftir ICESAVE kosninganna um helgina. Nágrönnum okkar líkar ekki þessi gagnrýni og það er mjög skiljanlegt. Sannleikurinn er oft harður undir tönn, sérstaklega ef ekki er neitt smjör með honum. Norskur hagfræðingur ber okkur sannleikann á köldu stálfati, þar liggur sannleikurinn harður og þurr, ósköp ólystugur en það er bara ekkert annað í boði og ekki einu sinni alvaldarnir í móunum eða á nesinu geta lengur breytt yfir hann, hvorki bræðing eða tólg. Smjör er ekki lengur í boði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Eigum við ekki að senda Sigmund Davíð aftur til Noregs að redda þessu?

Úrsúla Jünemann, 9.3.2010 kl. 11:13

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ólafur hefur bjargað miklu fyrir þessa þjóð.  Það að sósíaldemókratar séu versta hindrun eðlilegrar framvindu er ekkert skrýtið.  Hún er að gera eins og stjórnvöld hér biðja um.  Jonas Gahr Störe sagði það hreint út á sinni klingjandi Oslo norsku.  Jonas er sjálfur vellauðugur skandinavíukrati og hefur vit á peningalegum hagsmunum.  Svo einfalt.

Annars ertu farin að tala minna um að hagtölur séu betri en spáð var.

Það er vegna þess að núna eru "aðgerðir" (skattahækkanir) ríkistjórnarinnar farnar að virka.   Og þess vegna allt svona heldur svartara.  Því miður. 

Jón Ásgeir Bjarnason, 9.3.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Úrsúla. Held að ein heimsókn SDG sé nóg.´

Jón Ásgeir. Þú telur sem sagt að regluverk sem umgjörð um samfélag sé hindrun á eðlilegri framvindu. Við höfum skýrt dæmi um hindranalausa fravindu og stöndum nú í miðjum rústum hrunins samfélags. Segir það þér ekki neitt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2010 kl. 11:39

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég átta mig ekki á því, með hvaða hætti Ólafur á að hafa skotið sig í fótinn.

Ég bendi, þér að líta á mína nýjustu færslu - en, þar fjalla ég um, á hver er vandinn við efnahagsáætlun AGS í dag - bendi á að ég kenni ekki ríkisstjórninni en er samt ekki sammála henni um hvað akkúrat er grunnvandinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 12:09

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Einar. Minn skilningur er sá að hann hafi farið yfir mörkin með því að ásaka Norðurlöndin fyrir það að hafa brugðist okkur í hruninu. Það sem þau hafa gert er að tengja lánafyrirgreiðslu sina við lausn ICESAVE deilunnar. Það er ekki að mínu áliti það sama og að bregðast. Þessi afstaða lýsir Norðurlöndunum aðeins á þann veg að þau telja að við eigum að standa við skuldbindingar okkar. Þeirra skilningur er sem sagt að við séum skuldbundin Bretum og Hollendingum í málinu. Og að við höfum komið okkar í þá stöðu sjálf. Ég get í meginatriðum tekið undir þeirra afstöðu í málinu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2010 kl. 14:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er reyndar sammála forsetanum, að þessi tenging þeirra, hafi verið óviðeigandi afskipti þeirra af milliríkjadeilu okkar og Breta/Hollendinga.

Síðan, er hvergi minnst á í Directive 94/19 að, innistæðutryggingasjóðir hafi, baktryggingu frá ríkissjóðum.

Þú getur sjálf flett henni upp og lesið. Til á netinu.

Leitarorð "Directive 19/94/EB".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.3.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband