Kjósum um kvótann !!

Það er ástæða til að ræða það í fullri alvöru að kjósa um hver skuli vera handhafi veiðiréttinda úr staðbundnum stofnum við Ísland og flökkustofnum í hafinu kring um Ísland. Þjóðin er nú loks að vakna til vitundar um það mikla misréttu og gríðarlegar eignatilfærslur sem gjafakvótakerfið hefur skapað.
 

Vil í leiðinni vekja athygli á því að fram er komið á Alþingi frumvarp frá þrem kvenkyns þingmönnum Samfylkingar, Ólínu Þorvarðardóttir, Þórunni Sveinbjarnardóttir og Valgerði Bjarnadóttir, þess efnis að efnt skuli til vísindaveiða á miðunum við Ísland. Þetta er rannsóknaraðferð sem Hafrannsóknarstofnun Rússlands í Múrmansk beitti fyrir stuttu í Barentshafi og felst í því að þéttleikamæla fiskinn í sjónum. Valin skip stunda veiðar utan kvóta í tiltekinn tíma og eru á meðan tengd við rannsóknar stofnun með gervihnattasambandi.
 

Veiðar í Barentshafi stóðu yfir í 6 mánuði og niðurstöður voru þær að auka þorskveiðar um heil 70%. Það eru 112 þús. tonn af þorski, miðað við núverandi heimild sem er 160 þús. tonn. Hvernig þetta verður útfært hér við land liggur ekki fyrir. Ég og fleiri fylgjumst með þessu máli af mikilli athygli ásamt fyrningarmálinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér , þetta verður að gera, núverandi óskapnaður var gerður af óheiðarlegum og ómerkilegum aðilum, sem einskis svifust í lygum og blekkingum meðan þeir voru að gera jarðveginn klárann, til þess að stinga þessu í eigin vasa öllu saman. Þeir notfærðu sér pólitískan ræfil sem var nýbúið að kasta útúr formannsstól sjálfstæðisflokksins, til skítverkanna fyrir sig, Halldór Ásgrímsson fullkomnaði svo gjörninginn, fyrir sjálfan sig og mömmu sína.  Ávinningurinn af þessu eru himinháar óreiðuskuldir, uppsafnaðar ár eftir ár, 600 milljarðar takk fyrir, öllu sópað undir teppið jafnóðum með stimamjúkri aðstoð pólitíkusa, sem fá mútur fyrir greiðann.

Robert (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hér er slóð inn á síðu á Facebook þar sem þið getið skrá ykkur - KJÓSUM UM KVÓTANN  -http://www.facebook.com/group.php?gid=343889741237#!/group.php?gid=306609549347&ref=mf 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband