Einræði til að auka lýðræði eða hvað

Stjórnarskráin okkar er ein stór tímaskekkja. Valdastaða ráðherra og forsetans er frá 19 öld þegar enn var talið eðlilegt að einræðisvald væri til staðar. Einræði og lýðræði eru í mínum huga tveir ólíkir stjórnunarhættir. Forsetinn tók sér einræðisvald til að auka lýðræðið. Þetta vill í mínum huga rekast hvað á annars horn.

Hann valdi flókinn milliríkjasamning til þess arna og vissi mæta vel hvernig skoðanir stjórnmálaflokkanna lágu og með synjun væri hann að ganga til liðs við stjórnarandstöðuna í landinu. Með undirskrift sinnu hefði hann virt ákvörðun Alþingis og þar með ekki tekið afstöðu í málinu. Forsetinn vissi/veit fullvel hver tilgangur var/er með málþófi og rangfærslum stjórnarandstöðunnar hefur verið allan tímann. Að fella ríkisstjórnina og komast aftur til valda.

Sú staðreynd að forsetinn skyldi velja þá leið að ganga til liðs við stjórnarandstöðunnar á mestu umbrotatímum þjóðarinnar, á örugglega eftir að verða rannsóknarefni margra fræðimanna í framtíðinni. Það vekur enn meiri furðu að forsetinn skyldi taka þessa afstöðu með hægri öflunum, gegn fyrstu vinstri stjórn á Íslandi frá Lýðveldisstofnun, þar sem hann hefur um árabil fyllt raðir vinstri manna í landinu sem starfandi stjórnmálamaður.

Athyglissýki er kennt um þessa ákvörðun og vel má vera að það sé hluti skýringarinnar. Ég hallast þó meira að þeirri staðreynd að hann hafi talið þetta snjalla pólitíska leikfléttu. Gallinn er þá sá að hann er ekki lengur í stjórnmálum. Hann fer á spjöld sögunnar fyrirtiltækið, en með hvaða formerkjum er ekki hægt að segja um nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu Hólmfríður.  Þú hugsar greinilega mikið um þjóðfélagsmál og ert jákvæð þrátt fyrir allt.  Það sem þú segir að ofan eru flókin mál sbr. stjórnarskráin og hvað það er, sem fólk vill í sambandi við breytingar á henni, sér í lagi varðandi þátt forsetans og vald.  En látum liggja.

En ég skrifa þér til að þakka þér athugasemdir við skrif mín um kvótamálin.  Og kannski annað einnig.  Um það bil þegar þú fæddist á Hvammstanga þá kom ég þar við vorið 1945, einmitt, og þar tók á móti mér tæplega sjö ára gömlum snáða, Pétur Teitsson bóndi á Bergstöðum.  Ennfremur var komið við hjá henni Marsibil Teitsdóttur í Melbæ (?), lítill torfbær nyrst í Hvammstanga sem nú er horfinn, en þar átti ég eftir að koma við oft á leið suður eða norður, til eða frá Bergstöðum, en þar var ég í sjö sumur. Hún Marsibil var yndisleg kona og tók mér alltaf vel og annaðist.

Ég kom við á Hvammstanga fyrir rúmum tveimur árum og leit við hjá Daníel Péturssyni og Sigríði Eðvaldsdóttur, nyrst í Hvammstanga (á Eyri?), en þá voru komin næstum fimmtíu ár síðan ég hafði séð Daníel síðast. Já, svona eru hlutirnir. Þetta sem ég er að segja þér átti svosem ekki að verða nein ferðasaga, en athugasemd þín framkallaði í mínum huga endurminningar frá löngu liðinni tíð.  Ég vil því senda þér kveðju mína að sinni.  Jónas Bjarnason 

Jónas Bjarnason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Jónas. Þakkir fyrir skemmtilegt og fræðandi færslu. Þetta fólk sem þú nefnir hef ég þekkt lengi. Pétur og Marsibil eru fallin frá, en Daníel og Sísí eins og við köllum hana alltaf, hef ég þekkt frá barnæsku. Þau eru afi og amma Björgvins Páls Gústafssonar markvarðarins knáa með landsliðinu í handbolta og er núna bæri brons og silfurhafi. Við hér á svæðinu höfum líka setið límd við tækin og fylgst spennt með "okkar" manni, bæði í Peking og Austurríki.

Átt þú bróðir sem heitir Svavar sem var í sveit í Skarði á Vatnsnesi. Ég er alin upp á næsta bæ, Almenningi. Við Svavar vorum kúasmalar sitt á hvorum bænum. Okkur þótti (mér þykir enn) feykilega gaman að tala og það voru virkilega góðar stundir þegar við hittumst og þá var margt spjallað. Það kom fyrir að kýrnar komu heim, en ekki við, svo upptekin vorum við í samræðunum.

Ég hef skoðað stjórnarskrána nokkuð og tel eins og fleiri að hana þurfi að endurskoða. Það sem ég var að vísa í hér að ofan er að málskotsréttur forsetans heimilar honum að skjóta málum til þjóðarinnar, sem eru undanskilin í stjórnarskrám hjá löndum með svipað stjórnarfar. Þar eru undanskilin mál eins og flóknir milliríkjasamningar, líkt og ICESAVE samningurinn. Ráðherravald er hér með þeim hætti að það er að mati lögspekinga eins og Eiríks Tómassonar, ámóta valdi konungs í Danaveldi um það leiti sem við fengum stjórnarskrána 1874.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband