6.3.2010 | 11:19
Eftir langt fyllerý kemur alltaf mánudagur
Þjóðin hefur að stórum hluta verið á ICESAVE - þjóðrembu - fyllerýi mánuðum saman, þó mjög hafi hert á eftir morgunstund á Bessastöðum í byrjun árs. Nú fer smám saman að renna af liðinu eftir helgina og þá brestur á með timburmenn.
Skýrslan svarta er svo hinu megin við hornið og það er ekki góður afréttari. Er næsta viss um að mörgum verður hún sannkallaður ógeðsdrykkur. Á það bæði við fólk sem tók þátt í dansinum í Hruna, en ekki síður hina sem sjá munu átrúnaðargoð sín hrynja af stöllum og brotna í spón. Hvort við köllum ósköpin bleika fíla, bláa froska, grænar leðurblökur eða eitthvað allt annað, þá verður raunveruleikinn í formi ofskynjana fyrir marga.
Meðferðar er svo þörf og þá er það bara spurningin hver hjálpar hverjum. Einhvers konar hópmeðferð verður það að vera og þar mun fyrirgefningin að lokum skipta mestu. Þegar hver og einn hefur stigið fram, viðurkennt mistök og beðist fyrirgefningar á auðmjúkan hátt. Þá verður gott að grípa æðruleysisbænina og fara með hana eins oft og hver þarf á að halda, meðan verið er að sleikja stóru svöðusárin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.