5.3.2010 | 23:31
Hver ætlar að kjósa og hver ekki - ætla sjálf ekki á kjörstað.
Sagt er að Ólafur Ragnar Grímsson ætli að kjósa á morgun og það er að einu leiti skiljanlegt þar sem hann býr á Álftanesi og þar er í gangi skoðanakönnum um samningu sveitarfélagsins við önnur. Ég er svo sem ekki að velta því fyrir mér hvort Bessastaðabóndinn kýs um ICESAVE eða ekki.
Þessi ákvörðun hans um að vísa breytingartillögu við gildandi lög til þjóðarinnar hefur verið skrípaleikur frá upphafi. Ég ætla ekki á kjörstað á morgun og er það í fyrsta skipti síðan ég fékk atkvæðisrétt sem ég nota hann ekki. Ég ber einfaldlega meiri virðingu fyrir sjálfri mér en svo að ég láti hafa mig út í fíflagang af þessu tagi.
Samningaviðræður standa yfir og allar líkur á að brátt náist sátt um eitthvað sem hægt verður að afgreiða á Alþingi og fái undirskrift hjá alvaldinum Álftanesinu. Þá verður loks hægt að fara að vinna hér að uppbyggingu okkar stórskaddaða samfélags. Það er að mínu áliti afar rökrétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttir og Steingrími J Sigfússyni að fara ekki á kjörstað. Ég virði þá ákvörðun þeirra og skil hana mjög vel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að flest hugsandi fólk deili þessari afstöðu með þér Hólmfríður.
hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 23:47
Afhverju eru samningaviðræður í gangi Hólmfríður??? Var ekki búið að lenda mjög góðum samningi sem við áttum að kyngja möglunarlaust. Þú hefur verið óþreytandi við að reyna sannfæra fólk um að ákvörðun forsetans hafi verið aðför að lýðræðinu og kolvitlaus. Er ekki komin tími til þess að þið í Samfylkingunni takið ykkur til og hlustið á fólkið í landinu. Fólkið sem vill ekki borga bara til að borga. Sem vill fá sanngjarna lausn á málinu. Hætta haga ykkur eins smákrakkar sem fenguð ekki nammi.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:51
Það er víst ágætt að þú mætir ekki á kjörstað. Myndir setja á þig hrútshornin og kjósa eftir því.
Dagga (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:52
Ertu þá að meina að ég sem er ekki sammála ykkur Hólmfríði sé hugsunarlaus. Nei flest hugsandi fólk deilir ekki þessari afstöðu með ykkur. Dragið nú höfuðið úr sandinum og farið að hlusta. Almennir skattgreiðendur eru orðnir leiðir á því fábjánar í bönkum og í pólitík sendi þeim reikninginn fyrir klúðrinu
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 23:55
Sæll Sigurður.
Nei ég var að andmæla Hólmfríði, ekki þér. Semsagt, skilaboðin voru henni ætluð. Ég ætla svo sannarlega að kjósa NEI á morgun.
Dagga (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:18
Auðvitað þarf að mæta á kjörstað! Það er lýðræðisleg skylda okkar að taka þátt í kosningum. Fari landsmenn að fordæmi þeirra sem ætla stija heima vegna þess "að betra tilboð liggi á borðinu" sitjum við uppi með ömurlegan samning (sem reyndar þeir hinir sömu hafa barist fyrir með kjafti og klóm til þessa) sem við komum til með að þurfa borga eftir.
Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:46
Mér finnst þetta vera alveg ótrúlega undarleg afstaða hjá Hólmfríði. Afþví að það er betri samningur á borðinu þá er þetta marklaus kosning. Hvað veist þú um hvort að það er betri samningur í farvatninu. Ef það er eitthvað svipað og klúrðið hjá Svavarsnefndinni þá gef ég nú ekki mikið fyrir það.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 00:54
Sæl
Fryrir 8 dögum sagði Steingrímur að við ættum að segja já og þar með samþykkja lögin sem Forsetinn vísaði til þjóðjarinnar og tapa 80.000.000.000,00kr. miða við núverandi tilboð vona svo sannaleg að þjóðin segi nei annað er tap á þessum 80.000.000.000,00kr. Einkennilegt að Steigrímur og þú viljið borga þessu meira með því að taka áhættu að lögin verði samþykkt.
Kveðja
Ingi
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 01:35
Það hefur hver sín sjónarmið og skoðanir í þessu máli. Ég er að tala um stöðuna eins og hún er í dag, en ekki fyrir einhverjum dögum eða vikum. Það er mjög stutt síðan ég tók þessa ákvörðun, mér sjálfri finnst hún rökrétt og er sátt við hana. Góða helgi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 01:54
Sæll Hilmar. Takk fyrir undirtektirnar og innlitið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 01:57
Mikil er eftirsjá okkar margra eftir Guðrúnu Katrínu
Enginn fer á kjörstað til að segja já, vegna þess að fyrir liggur betra tilboð.
Þá er það eina sem eftir er, en það er að skila auðu.
Best er, að mæta ekkert á kjörstað.
Kristbjörn Árnason, 6.3.2010 kl. 11:13
Ég er hissa á sumum athugasemdum hér fyrir ofan. Snýst ekki lýðræði um það að virða skoðun annarra og ræða málin á málefnalegum nótum. Það fyrsta sem blasir við á visir.is í dag var "Bjarni Ben. er búinn að kjósa". Ólafur Ragnar ætlar líka að kjósa. Það er enginn að úthúða þessa menn fyrir að upplýsa hvað þeir ætla að gera í kosningunum í dag. En Jóhanna og Steingrímur eru kölluð öllum illum nöfnum fyrir sínum skoðunum á málunum.
Hvað liggur bak við þetta? Ég ætla ekki heldur að kjósa. Í fyrsta skipti nota ég ekki kosningarréttindin, tek ekki þátt í þessum skrípaleik.
Úrsúla Jünemann, 6.3.2010 kl. 11:27
Sæl mín gamla vinkona ég lagði í það þrekvirki að lesa bloggið þitt sem að mörgu leiti er mjög gott og málefnalegt þangað til kemur að pólutísku hliðinni þá er foringja dýrkunin svo mikil að þú virðist ekki hafa sjálfstæða skoðun heldur eltir formann þinn eins og tryggur og vel vaninn hundur og geltir eins og hún kýs saman ber að fyrir þrem dögum sagðin þú á bloggi þínu“En hvað með, ef kosið verður á laugardaginn þá ætla ég á kjörstað og segja JÁ. Ég ætla nefnilega að kjósa um breytingatillöguna við lögin frá síðasta ári og vil hana ef ekkert annað er í boði. Auðvitað þygg ég betri samning og vonandi næst hann.,, Í dag er ekkert meira í boði en á þeim tíma þegar settir þetta á bloggið en nú á ekki að kjósa. Það eina sem hefur gerst síðan er að forsætisráðherra Íslands ætlar ekki að kjósa í þessum kosningum og þá getur þú náttúrleg ekki kosið heldur sem segir mér það að í samfylkingunni hlíða menn í blindni foringjanum og snúast eins og vindmillur eftir því hvernig stendur í bólið hjá henni Vegna þess þú varst nú einusinni meðhjálpari í kirkjunni okkar og stóðst þig þar með prýði þykir mér leitt að þú sért búinn að skipta um trúarleiðtoga og sjáir ekki ljósið í myrkrinu nem heilög Jóhanna segi þér hvar það sé. Ég hefði seint trúað að þú hefðir ekki sjálfstæða skoðun á þjóðmálunum en þú ert búinn að sanna mér með bloggi þínu að svo er ekki Já mikil er pólutísk trú þín kona
Eggert Karlsson, 6.3.2010 kl. 14:18
Takk fyrir öll innlitin.
Eggert Karlsson, það sem hefur breyst síðan ég var enn þeirrar skoðunar að fara á kjörstað og segja JÁ er sú staðreynd að samningaferlið er enn í gangi, töluvert hefur miðað og engin tilboð verið dregin til baka af hvorugum aðilanum.
Við skulum ekkert vera að blanda Guði - kirkjunni eða meðhjálparastarfinu mínu í þetta. Þarna er á ferðinni milliríkjasamningur sem væri ekki talinn tækur í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef við hefðum verið búin að endurskoða okkar gömlu dönskuskotnu stjórnarskrá.
Þannig að ég lít svo á að tilefnið til atkvæðagreiðslunnar, það er lagabreytingin frá því í desember 2009 sé ekki til umfjöllunar lengur og því ekki um neitt að kjósa. Hafðu viðsemjendur okkar dregið í land með formlegum hætti nú fyrir atkvæðagreiðsluna, hefði ég farið á kjörstað og sagt JÁ
Tek heilshugar undir með þér Úrsúla að það er hver maður frjáls að því hvort og þá hvernig hann/hún notar þann rétt sinn til greiða atkvæði
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 14:49
Sæll Kristbjörn. Ég get vel tekið undir með þér í megin atriðum og finnst rökrétt hvernig þú setur málið upp
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 14:52
Þú segir að "það sem hefur breyst síðan ég var enn þeirrar skoðunar að fara á kjörstað og segja JÁ er sú staðreynd að samningaferlið er enn í gangi,, En staðreyndin er sú síðan þú settir inn þessa færslu sem ég vitnaði í(“En hvað með, ef kosið verður á laugardaginn þá ætla ég á kjörstað og segja JÁ. Ég ætla nefnilega að kjósa um breytingatillöguna við lögin frá síðasta ári og vil hana ef ekkert annað er í boði. Auðvitað þygg ég betri samning og vonandi næst hann.,,)er að sama staða er uppi núna eins og þá og ekkert hefur raunverulega breyst í samningastöðunni eina sem hefur breyst að Jóhanna er búin gefa út þá línu að samfylkingar liðið skul ekki kjósa .Svo bið ég þig afsökunar á að hafa minnst á starf þitt hjá kirkjunni okkar þar sem þú virðist hafa tekið nærri þér orð mín þar um
Eggert Karlsson, 6.3.2010 kl. 15:37
Sæll Eggert. Ekki tók ég neitt af skrifum þínum nærri mér nema síður sé. Við erum að skiptast á skoðunum um stjórnmál og ekkert annað. Þess vegna vildi ég ekki tala um Guð eða kirkjuna. Samningaleiðin hefði getað lokast á þessum tímapunti sem nú er, það er við þjóðaratkvæðagreiðsluna og það óttuðust talsmenn ríkisstjórnarinnar. Það gerðist ekki sem betur fer og þegar staðfesting á því lág fyrir, breytti það minni afstöðu en ekki ákvörðun Jóhönnu. Það er líka beinlínis rangt að Jóhanna hafið gefið út einhverja hvatningu til okkar hinna í flokknum um hvað við "ættum" að gera. Hún tók það sérstaklega fram að hver tæki sína ákvörðun fyrir sig. Ef þú velur enn að taka mig ekki trúanlega, þá er það þitt mál, en ekki mitt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 15:57
Eggert. Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð fyrir meðhjálparastarfið, þau eru ávalt kærkomin. Sauðadaldárfólkið lagði aldrei annað en gott til málanna og Almenningsfólkið ekki heldur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.