Heimavarnaliðið gerði meira ógagn en gagn - alls ekki af ásetningi

Þegar almennir borgarar reyna að taka lögin í sínar hendur getur það skapað meiri vanda en elli hefði orðið. Frétt um að Heimavarnaliðið hafi valdið íbúðareiganda umtalsverðum kostnaði með aðgerðum sínum, er verðugt umhugsunarefni og við sem teljum að við séum að verja rétt einhvers, erum jafnvel að valda enn meiri vanda.

Gjaldþrot er ekki versti kostur þeirra sem eru komnir með óviðráðanlega greiðslubyrgði. Þá er gjaldþrot í raun lausn á vanda sem er það stór að við hann verður ekki ráðið. Ég fór í gegnum gjaldþrot á árunum 1985 til 1988 og það var mikill léttir að eygja með því ákveðna lausn.

Ef ég ætti að gefa fólki í miklum greiðsluvanda ráð, þá mundi ég bara segja þetta. Horfið kalt á málið, eru líkur á að þið getið lifað eðlilegu lífi með þær skuldir sem nú eru á ykkar herðum. Er það þess virði að berjast fyrir dauðum hlutum eins og húsi, sumarbústað, bíl eða einhverju sem þið hafið fjárfest í og getið alls ekki greitt af núna og í fyrirsjáanlegri framtíð.

Það er ekki endir alls að flytja í leiguíbúð, aka um á ódýrum bíl eða sleppa einhverju öðru sem er ykkur ofviða. Það er mun betra að breyta um lífsstíl heldur en að skemma heilsu, samskipti og annað sem ekki verður metið til fjár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta er mjög góður punktur. Og ég ætla að bæta við að síðasta skyrtan hefur engan vasa, semsagt: Við tökum ekkert með úr þessum heimi nema að skilja eftir góðar minningar um okkur.

Úrsúla Jünemann, 5.3.2010 kl. 12:54

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakkir fyrir innlitið og góða viðbót.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2010 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband