Taugaveiklun þjóðar

Hamfarir af mannavöldum orsökuðu hrunið á Íslandi haustið 2008. Fyrstu viðbrögðin voru undrun og spurn, þjóðin vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Síðan kom reiðin og óttinn sem ekki er góð blanda þegar um  fjölda fólks er að ræða. Margt hefur verið sagt í hita leiksins og sumt ekki gáfulegt. Nú er að skapast einkennilegt ástand. Þjóðin er hreinlega að fara á taugum og hver skrifar nú blogg um málið sem mest það má.

Málið er peningaupphæð sem samkvæmt túlkun laga og reglna um fjármálamarkaði (eða hluta  hans) er haldið fram að við eigum að borg sem þjóð. Tvenn lög um málið hafa verið afgreidd um málið. Þau fyrri um viðurkenningu skuldar og ákveðin kjör við endurgreiðslu. Þau síðari innihalda breytingu á lánakjörum á skuld sem viðurkennd var í hið fyrra sinn. Forsetinn okkar skaut seinni lögunum til þjóðarinnar og nú á að kjósa um þau á laugardaginn.

Eitt er þó sem truflar og það er að verið er að semja um enn betri lánakjör og því engin ástæða til að kjósa. En reiða fólkið vill kjósa og segist ætla að kjósa um það hvort við sem þjóð eigum að borga þessa skuld eða ekki. Þjóðin getur bara ekki valið það si svona um hvað er kosið. Til þess hefur hún ekki bein völd. Nánast allir sem komnir eru með kosninga rétt eru bæði læsir og skrifandi, þó annað megi ætla af yfirlýsingum.

En hvað með, ef kosið verður á laugardaginn þá ætla ég á kjörstað og segja JÁ. Ég ætla nefnilega að kjósa um breytingatillöguna við lögin frá síðasta ári og vil hana ef ekkert annað er í boði. Auðvitað þygg ég betri samning og vonandi næst hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er enn á þeirri skoðun að ÓRG framdi pólitískt valdarán með synjun undirskriftar. Ég tel að Íslendingar muni ekki fá betri samninga en þeir fengu vorið 2009 hvað sem stjórnmálamenn gera til að selja þá niðurstöðu, þá er næsta víst að það verður bara smáræði í stóra samhengi hlutanna. Ég lít á góða kjörsókn sem beinan stuðning við ÓRG og sem vantraust á ríkisstjórnina.

Hvorugt get ég hugsað mér á þessu stigi. Ég gæti hinsvegar óskað mér málefnalegri stjórnarandstöðupólitík en hana fæ ég ekki með niðurstöðum þessarar atkvæðagreiðslu. Ef það koma 60 þús manns á kjörstað til að segja Nei gæti maður ímyndað sér að eitthvað hafi verið á bak við "netundirskriftarlistann" sem ÓRG tók svona mikið mark á. Sá listi er án efa stórt svikamál. Það verður einhverntíman afhjúpað.

Gísli Ingvarsson, 3.3.2010 kl. 20:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Allt þetta mál hefur snúist um valdabaráttu af hálfu Hrun-flokkanna/stjórnarandstöðunnar, en ekki raunverulega hagsmuni þjóðarinnar. Sorglegt framhald af hruninu og hefur gert afleiðingar þessmun verri en ella hefði orðið. Þjóðin er fórnarlamb valdasjúkra einstaklinga sem skorti verulega hæfileika til að fara með fé og sér í lagi hagkerfi. Helgina sem allt hrundi kom tilboð frá Bretum um að yfirtaka ábyrgð á þessum innistæðum, gegn greiðslu upp á 40 milljarða króna. Þetta tilboð kom á símafundi sem tekinn var upp og er upptaka hans meðal gagna Rannsóknarnefndarinna. Tilboðinu var ekki sinnt. Þetta kom nýlega fram í pistli hjá Sölva Tryggvasyni fréttamanni á Pressunni. Björgófur Thor sagði þetta í sjónvarpsviðtali skömmu eftir Hrunið en Bretar könnuðust þé ekki neitt við neitt.

Er sammála þér með valdarán ÓRG, en hef ekki enn fundið rökræna skýringu á af hverju?????????????

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.3.2010 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband