1.3.2010 | 00:27
Vantraustið til Íslands sem réttarríkis er mikið og margir dæma.
Ég sé nokkuð af því hér á netinu að fólk dæmir réttarríkið Ísland hart og vantreystir því verulega. Sumir dómarnir eru býsna harður og of snemma framsettur. Við erum í fara í gegnum fyrstu samfélagsrannsóknina sem framkvæmd hefur verið í heiminum og þar er allnokkuð í lagt.
Erlendir sérfræðingar eru til aðstoðar og ráðgjafar. Viðskiptaráðherra sem ekki er bendlaður við neinn stjórnmálaflokk hefur lagt fram á Alþingi viðamiklar breytingar á lagaumhverfi fjármála starfsemi, fyrirtækja reksturs og eftirlits með hvoru tveggja.
Við verðum að treysta því fólki sem vinnur af alefli við að rannsaka hrunið og spillinguna, sem vinnur líka af alefli við að bæta allt lagaumhverfi svo koma megi í veg fyrir að viðlíka vinnubrögð verði viðhöfð í framtíðinni hér á landi.
Vantrú og vantraust eru innbrennd í þjóðarsálina og það mun taka tíma að græða þau brunasár. Stráum ekki salti í þau sár, nú vantar frekar einhver smyrsl sem græða. Ekki með að fela og breiða yfir, heldur með því að stappa stálinu hvert í annað og hughreysta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:40 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.