23.2.2010 | 18:25
Mikilvægt skref í átt að bættu viðskiptasiðferði
Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi, sem mun tryggja að nægur tími gefist til að afturkalla þær eignir sem eignamenn og starfsmenn fjármálafyrirtækja færðu yfir á maka sína og annað nákomið fólk, eða eignarhaldsfélög, í þeim tilgangi að koma þeim undan fyrir gjaldþrotaskipti. Samkvæmt núgildandi lögum er hægt að rifta slíkum gjafagjörningunum svo framarlega sem farið er fram á greiðslustöðvun innan við tveimur árum frá því að eignatilfærslan á sér stað. Nú eru um sjö mánuðir þar til sá frestur er liðinn í flestum tilfellum.
Til að koma í veg fyrir að hagsmunir spillist vegna álags og tímaskorts" vilja þingmennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson, með Helga Hjörvar í fararbroddi, lengja þennan frest í fjögur ár þegar um ræðir gjörninga frá bankahruni og út næsta ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.