23.2.2010 | 02:19
Milestone og formaður Sjálfstæðisflokksins
Farið voru fluttir kaflar úr yfirheyrslum yfir nokkrum meintum sakborningum í svokölluðu Milestone máli í Kastljósinu í kvöld. Þarna var fjallað um þann gjörning þegar bótasjóður Sjóvar var tekinn að láni, sem er algjörlega óheimilt lögum samkvæmt.
Það er í mínum huga nokkuð hæpið að maður sem er mjög tengdur þessu máli, skuli vera formaður stjórnmálaflokks, sitja á Alþingi og vera í samningagerð fyrir hönd þjóðarinnar við erlend ríki um skuld sem mikill ágreiningur er um.
Lítið hefur farið fyrir umfjöllun um tengingu Bjarna Benediktssonar við þetta mál og vekur það furðu. Eini fjölmiðillinn sem hefur gert það svo einhverju nemi, er DV. Í raun ætti krafa um opinbera rannsókn á tengingu BB við málið að vera komin fram vegna stöðu hans í þjóðfélaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vegna þess að hann kom ekki að veðsetningu á bótasjóð Sjóvá. Hann var ekki í Milestone heldur öðru fyrirtæki sem fór í viðskipti ásamt Milestone bræðrum. Ef þú ákveður að kaupa hlut í einhverju á móti nágranna þínum, berð þú þá ábyrgð á því hvaðan nágranni þinn fær pening til kaupanna? Hefurðu einhverja leið til þess að komast að því? Myndir þú ekki fyrst og fremst spá í hvaðan þú færð peninginn til kaupanna?
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 23.2.2010 kl. 05:44
Taktu nú eftir Adda Þorbjörg.
Ég segi ekki í færslu minni að Bjarni Benediktsson sé sekur eða saklaus. Heldur að hann væri mjög tengdur málin og því verður ekki á móti mælt. Það ætti því að vera kappsmál fyrir hann sjálfann að fá málið upp á borð og hreinsa sig og sitt orðspor. Margur stjórnmálamaðurinn í nágrannalöndum okkar hefur þurft að taka pokann sinn fyrir mun umfangsminni mál, ef minnsti grunur er um aðild að máli.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 10:17
Er þetta ekki gangurinn? Er ekki varaformaður Sjálfstæðisflokksins enn á sínum stað, endurkjörin á síðasta flokksþingi með lófataki, þrátt fyrir tengsl hennar við vafasama gjörninga í Kaupþingi.
En því miður er þessi hugsunarháttur ekki eingöngu bundinn við Sjálfstæðisflokkinn. Spillingin hefur ekki verið í umræðunni fyrr en upp á síðkastið því hún var einfaldlega talin eðlileg, því þannig hafði þetta alltaf verið. Allir í stjórnkerfinu að hygla sér og sínum á einn eða annan hátt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.2.2010 kl. 10:42
Mikið rétt Axel - Það er mjög víða pottur brotinn og margt sem þarf að laga. Munurinn á BB og ÞKG á þessum tímapunti er sá að verið er að rannsaka málið sem BB er orðaður við, meðan mál Kristjáns Arasonar og félag virðist mun lengra komin. Ríkiskattstjóri að úrskurða um skattskyldu niðurfellinga skulda í því tilfelli. Nógu slæmt en ögn skárra í augnablikinu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.