22.2.2010 | 13:54
ICESAVE og Hrun-flokkarnir
Fólk talar um auðmýkingu, undirgefni, að standa í lappirnar og annað í þeim dúr sem rök gegn því að semja um þetta mál.
Þetta mál hefur ekkert að gera með slíka tilfinningaþvælu, heldur möguleika okkar til að endurreysa þjóðfélagið. Þetta snýst um peninga og okkur sárvantar að komast aftur í eðlilegt fjármagnsflæði umheimsins.
Ekki á nótum spyllingar heldur heiðarlegra viðskipta. SDG og BB eru talsmenn þeirra spyllingarafla sem helsýkt hafa samfélagið okkar um árabil þar til það hrundi. Fólkið í landinu þykist vilja spyllinguna burt, en fylgir svo þessum afkomendum spyllingarinnar eins og lömb á leið til slátrunar.
Nú þarf að setja á eins mikið af góðum fjárstofni og mögulegt er og kominn tími til að lömbin velji sér lífleiðina og taki þátt í að moka framsóknarfjósinu og íhaldshaugnum út úr samfélagsgerðinni og verði með í að byggja upp. Samningur um ICESAVE er einn af lyklunum að þeirri vegferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja nú þykir mér það semur enginn nema að standa á sýnu og það í báðar lappir Það þarf nú að moka úr Samfylkingarfjósinu það er eina fjósið sem er ó mokað hver fékk að andmæla hrunnefndinni ekki Framsóknarmenn. við skulum spyrja að leikslokum hver er að gefa auðmönnum skuldir sýnar en að heimta allar greiðslur af almenningi eru það Framsóknarmenn nei hvað vildu Framsóknarmenn gera strax í fyrra lækka skuldir almennings en ekki hinir staðföstu ríkistjórnarflokkar þeir vilja bara gefa auðmönnum eftir sýnar skuldir svei þeim sem hefja sig til flugs á brotnum vængjum þeir munu hrapa og fara frá illa farnir. Svei þeim sem ráðast á lítilmagnann og telja sig vinstri menn.
Jón Ó Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 14:19
Það er öllum þeim sem vilja semja um þennan viðbjóð til háborina skammar,Því þegar við segum nei þá fyrst fara hlutirnir að ganga þá erum við að standa á rétti okkar sem heiðvirt fólk sem borgar það sem við eigum en ekki sem þjófar og skussarnir á þingi vilja skuldsetja þjóðina vegna þeirra vini og þjófa.
VIÐ SEGUM NEI NEI NEI
Jón Sveinsson, 22.2.2010 kl. 14:21
sammála síðasta ræðumanni
Jón Snæbjörnsson, 22.2.2010 kl. 14:27
Sælir Jónar. Vinsamlegast rökstyðjið þessar fullyrðingar ykkar. Hvert er aðgerðarplan þeirra sem vilja loka landinu með þessum þvergirðingshætti. Þá er ég ekki að tala um meiri tilfinningavellu, heldur lausnir þeirra fjölmörgu vandamála sem við okkur blasa
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2010 kl. 15:29
Engin skrifar hér fyrir lokun á landinu og skerðingu frelsis, nema einna helst síðuhöfundur,-
mbkv
Halldóra Hjaltadóttir, 22.2.2010 kl. 16:44
Landið mun ekki lokast vegna skrifa, heldur fyrir hindrun á aðgerðum til að koma hér öllu í gang að nýju. Það sannast best á ykkar viðbrögðum að það hver er sannleikanum sárreiðastur. Minn ágæti flokkur og ríkisstjórnin sem hann stýrir hefur þó margt hafi þvælst fyrir, gert nú þegar umtalsverðar breytingar til batnaðar og enn fleiri eru í farvatninu.
Þið talið um vanda heimilanna og það með réttur. Ég hef ekki verið sátt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar í þeim málum fram til þessa og hef áður ritað um það á þessari síðu. Hef þó enn trú á því að verið sé að vinna að frekari úrræðum fyrir heimilin, því ég tel að slíkar aðgerðir séu ein af grunnforsendum þess að fólk treysti sér til að búa hér áfram. Nýlegur dómur vegna gengistryggðra lána vekur vonir um leiðréttingu og félagsmálaráðherra hefur farið fram á flýtimeðferð Hæstaréttar.
Efnahags og viðskiptaráðherra hefur lagt fram ein 9 frumvörp á Alþingi um margskonar breytingar á lagaumhverfi fyrirtækja almennt og fjármálageirans í heild sinni og lúta að sterkara regluverki og betra aðhaldi á þessum sviðum Munu þær gera afar erfitt að sunda fjárglæfra líka því sem settu okkur á hliðina.
Verið er að endurskoða kvótamálin með það að leiðarljósi að svoköllið "kvótaeign" muni heyra sögunni til. Lagt hefur verið fram frumvarp umsvokallaðar vísindaveiðar hér við land. Það er verið að gera margskonar endurbætur á samfélaginu.
Það sem getur sett allt þetta í uppnám er sú staðreynd að lausn ICESAVE málsins muni loka lánalínum erlendis frá og þar með aðgerðaráætlun AGS. Verði unnt að opna fyrir þær línur án þess að ljúka ICESAVE, þá er mér slétt sama hve lengi verður um það þrasað. Ég veit nú þegar að það tefur ekki umsóknarferli okkar hjá ESB.
Sem sagt, ég er fyrst og síðast að hugsa um að koma okkar hrunda samfélagi aftur á lappirnar og má ekki til þess hugsa að þetta endalausa þras um ICESAVE komi í veg fyrir það.
Hef aldrei haft neinar áhyggjur af því máli einu og sér, enda margt stærra um að hugsa varðandi okkar endureysn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2010 kl. 17:40
Er það að neita að borga kúgunargjald leið til þess að hindra svokallaða endurreisn? Ef við borgum það kúgunargjald, hvað er þá langt í næsta svikareikning og verður það þá þess virði að borga hann?
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert fyrir heimili og fyrirtæki í landinu annað en að hækka skatta og kasta skrúflykli í hjól atvinnulífsins til þess að skorða það að fullu. Ég get ekki fagnað flóknara og meira íþyngjandi regluverki sem gulrót fyrir heimili og fyrirtæki landsins, heldur er verið að auka kvöðina frekar.
Það eru allir saklausir í samfélaginu uns sektin er sönnuð og því er lágkúrulegt og ótímabært að ræða fjárglæfra sem jafnvel áttu sér aldrei stoð í raunveruleikanum.
Það ber ekki að þakka ríkisstjórninni dóminn sem kveðinn var upp í sambandi við gengistryggðu lánin og er í reynd frekar snemmt að fagna þeirri niðurstöðu.
Hvernig má það vera þegar ríkisstjórn ætlar í miðri efnahagskreppu að kippa einni grunnstoð landsins úr sambandi undir því falska yfirskyni að þjóðin muni græða á því og að það sé leið til samfélagslegra úrbóta.
Þegar bankarnir voru endurreistir af ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var gert ráð fyrir 600 milljarða afskriftum í bankakerfinu. Það veit hver Íslendingur hvaða fáránleiki er að gerast innan bankanna.
Innganga Íslands í ESB er ekkert svarog það hefur aldrei verið spurningin. Það kemur ekki til með að breyta neinu fyrir þjóðina nema að því leitinu til að valdið færist fjær fólkinu.
Það er vond ríkisstjórn sem ekki getur tæklað nokkur mál í einu og er þetta Icesave - mál týpísk afsökun notuð af valdhöfum fyrir aðgerðarleysi sínu og framkvæmdaþurrð.
Icesave er og hefur alltaf verið einfalt! Ríkinu ber að framfylgja alþjóðlegum lögum og hafna því að þessi fáránlega upphæð leggist á herðar almennings sem að þetta land byggir.
Það fer ekki ein króna sem að ég borga í skatt af mínum launum í það að borga fyrir áhættufjárfestingar Breta og Hollendinga.
Þetta er bæði einfalt og kristaltært.
mbkv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 22.2.2010 kl. 22:16
Það sem þú kallar kúgunargjald er væntanlega ICRSAVE. Ef sá samningur eða öllu heldur það að honum er ekki lokið, hindrar okkur áfram í að fá hingað erlent lánsfé (eins og gerst hefur undanfarna mánuði) þá legg ég mikla áherslu á að ljúka málinu. Ef hins vegar tekst að aflétta þeim lokunum á lánalínum og AGS áætlunin gengur fram eins og áætlað var og vaxtakjör fyrir landið batna, þá mun þófið um ICESAVE ekki trufla mig frekar. Ég hef ekki gert mér neinar grillur vegna þess máls að öðru leiti og tel það ekki skipta neinum sköpum, verði töfinni vegna þess rutt úr vegi. Töfin vegna þess hefur þegar kostað þjóðin gríðarlega mikið og við það verum við að búa, nauðug - viljug
Ríkisstjórnin hefur þegar sett fram aðgerðarpakka, en ég tel hann ekki fullnægjandi. Stöðvun atvinnulífsins má að stórum hluta rekja tiltafa vegna ICESAVE. Það er alveg rétt hjá þér að dómurinn vegna gengislána er ekki afborði ríkisstjórnarinnar, einungis óskin um flýtimeðferð
Tek undir með þér að það eru allir saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð og það er meðal annars ástæðan fyrir því að okkur svíður þegar bankarnir eru að afhenda fyrri eigendum yfirráð yfir fyrirtækjum. Það er löngu viðurkennt að hér voru stundaðir fjárglæfrar sem meðal annars fólust í mikilli stærð bankanna og mörgum fleiri þáttum. Verið er að rannsaka fjölda mála og ýmsir hafa misst störf sín vegna þess og nokkrir eru með stöðu grunaðra. Um fáránleikann eins og þú kallar endurreisn fyrirtækja, innan bankanna hef ég skrifað aðra færslu hér á síðuna.
Innganga okkar í ESB er að mínu áliti mjög stórt skref fram á við þegar til lengri tíma er litið.
Þú ert trúlega að tala um gjafakvótann sem þjóðin vill fá til baka og núverandi ríkisstjórn er að vinna að lausn á. Það er mikill regin misskilningur sem ég held að meiri hluti fólks trúi ekki, að með þessu sé verið að kippa megin grunnstoð undan samfélaginu eða úr sambandi eins og þú kallar það.
Það er verið að treysta þessa grunnstoð og veita samfélaginu tekjur af greininni, auk þess sem lagt hefur verið fram frumvarp um vísindaveiðar líkt og gert var í Barentshafi fyrir fáum árum. Sú rannsókn gaf alt aðra mynd af þéttleika þorskstofnsins og voru veiðiheimildir auknar um 70% í framhaldinu.
Það er enginn að mælast til þess að núverandi útgerðaraðilar hætti að veiða fisk, nema síður sé. Það er kvótabraskið sem verið er að taka á.
Ríkisstjórnin er að fást við gríðarlega margt og það væri einkennilegt að svo væri ekki. Ásakanir um aðgerðarleysi hennar er svo fáránlegar að engu tali tekur.
Hvorki þú né aðrir geta sett einhverja sérreglur fyrir skattgreiðslum sínum. Hvað varðar alþjóðalög og ICESAVE er alls ekki til einhver afgerandi lagabókstafur sem segir af eða á. Lög eru einfaldlega flóknari fyrirbæri en svo.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.2.2010 kl. 23:59
Færsla no 8 er svar til HH
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 00:00
Það sem hindrar hagvöxt á Íslandi er stefna ríkisstjórnarinnar og sú höfnun sem að erlendir fjárfestar hafa orðið fyrir af sökum hennar.
Það er vitað mál að þjóðir taka sér ekki lánsfé út úr efnahagskreppu og auknir skattar munu verða til þess að dýpka kreppuna til langs tíma. Sú afdala snarruglaða hagfræði sem að ríkisstjórnin hefur að leiðarljósi við endurreisn landsins er til mikilla vansa.
Kostnaður vegna tafa við Icesave er allur á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem hvorki virðist hafa getu til þess að ráða við verkefnið eða vinna jafnframt að öðrum brýnum verkum. Málið er notað sem afsökun fyrir verkleysi, leti og stefnuleysi og við það á almenningur á Íslandi ekki að una.
Það má benda á það að það eru 0% vextir á Icesave, vegna þess að þessi skuldbinding er ekki til staðar. Það er von að ríkisstjórnin hafni Icesave með réttu og hætti þessu skrambans gaufi.
Þessi gjafakvóti sem þú villt kalla það skilvirka kerfi sem þjóðin er öfunduð af víða erlendis og annálað fyrir kosti hefur skipt um hendur. Útgerðarmenn hafa keypt sinn kvóta og innan við 10% af þeim kvóta sem úthlutað var í árdagakerfis er ennþá í höndum sömu einstaklinga.
Það virðist einkennilegt í þessari umræðu að hæst láta þeir sem selt hafa sinn kvóta fyrir morðfjár og bíða spenntir eftir fyrningarleiðinni sem vissulega mun knésetja þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eru til staðar.
Núna á ég hvorki hús, íbúð, bíl eða fyrirtæki á ég þá að gera tilkall í annarra manna eignir og lífsviðurværi? Á ég að blekkja almenning í landinu til þess að leggja árar í bát með mér í eignaupptöku?
Hvernig myndi þinn fjárhagur fara ef ég myndi fyrna 5% af fyrirtækinu þínu og bjóða þér í staðinn að borga hóflegt nýtingargjald? Ef þú átt ekki fyrirtæki, þá getur þú sett íbúð eða jafnvel bíl í staðin inn í jöfnuna og reiknað út hversu langan líftíma þú hefðir fram að gjaldþroti.
Sjávarútvegur er vissulega aðal grunnstoð landsins og spannar yfir 10% af vergri þjóðarframleiðslu og er sjávarútvegur í dag öruggasta og öflugasta tekjulind þjóðarbúsins.
Það má breyta kvótakerfinu þegar hagvöxtur eykst og verður stöðugur, en það er algjört óráð að hringla í þessu í dag eins og ástandið er.
Fiskveiðistefna ESB er glötuð og fáránleg. Bandalagsþjóðir hafa þurrausið sína fiskistofna og hafa glatað upp í 80% af sínum auðlindum. Þetta hafa Íslendingar einmitt ekki gert, þökk sé kvótakerfinu.
Ég held áfram að gagnrýna aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar, skattaálögur og alla þá skrúflykla sem kastað hefur verið í hjól atvinnulífsins.
Þú mátt trúa því þegar ég skrifa hér að þeir peningar sem að ég greiði í skatt munu ekki fara í það að borga ólöglegt erlent lán, búið til af Bretum og Hollendingum.
Hvað sem það kostar,-
mbkv HH
Halldóra Hjaltadóttir, 23.2.2010 kl. 12:33
Sæl Halldóra, þú ert að misskilja ansi margt og ekki sú eina. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að jafna kjörin í þessu landi og gera samfélagið réttlátara.
Stefna ríkisstjórnarinnar er síður en svo að hindra hagvöxt á Íslandi. Við síðustu áramót voru ýmis batamerki sem við stjórnarsinnar erum stolt af. Síðan skellur á óveðrið þann 5. jan þegar forsetinn neitaði að staðfesta ICESAVE.
Stjórnin hefur verið mjög starfsöm og þrátt fyrir ICESAVE töfina, komið mörgum góðum málum til leiðar eða í eðlilegan farveg á Alþingi. Ábyrgðin á töfunum er hjá Hrun-flokkunum og lausagöngu þingmönnum.
Fiskveiðistefnan sem slík hefur sína kosti og ekki er verið að skera hana sjálfa upp, heldur yfirráðin yfir auðlindinni. Útgerðaraðilar munu áfram veiða fisk og enginn er að amast við því.
Vísindaveiðar við Ísland gæti leitt til aukinna veiðiheimilda, þó ekkert sé fast í hendi þar fyrirfram. Þessi meinloka ykkar að verið sé að minnka fyrirtækin og tekjumöguleika þeirra er kolröng.
Það var örugglega ekki áformað í upphafi, að útgerðaraðilar gætu verslað með óveiddan fisk með þeim hætti sem gert hefur verið. Ríkið/við erum eini löglegi eigandi auðlindarinnar og svo verður áfram með staðbundna stofna við Ísland eftir inngöngu í ESB.
Annað er bara ekki rétt og kallast á góðri íslensku að ljúga að fólki. Hvað varðar flökkustofnana verður, hér eftir sem hingað til samið við nágranna okkar um þær veiðar. Við það borð verður Brussel með okkur í liði gagnvart þjóðum eins og Norðmönnum.
Þar sem okkar skoðanir eru stál í stál, sé ég ekki ástæðu til að skrifa meira að sinni. Mun að sjálfsögðu svara þér ef þú velur að halda áfram að bera hér á borð fullyrðingar sem ég tel að ekki standist í raunveruleikanum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2010 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.